Hvað eiga milljónamæringar að gera við hlutabréfin sín?

Óvissa er ekki góð. Hún getur verið taugatrekkjandi. Hún hefur áhrif á hegðun og getur leitt til slæmra ákvarðana. Hún getur jafnvel leitt til átaka.

En stundum er hún nauðsynleg. Krabbameinssjúklingurinn þarf að takast á við hana áður en hann samþykkir meðferð sem er í sumum tilvikum banvænni en sjúkdómurinn. Ökumaðurinn þarf að halda út í óvissu þegar hálka leggst á vegina og lögreglan búin að skipa öllum að skipta yfir á sumardekk. Óvissa er alltaf og á öllum stundum einhver hluti af daglegu lífi.

Svo er það þetta með óvissu á hlutabréfamörkuðunum þar sem lífeyrissparnaður margra flækist á milli hlutabréfa í leit að ávöxtun. Óvissa dregur úr fyrirsjáanleika í óvissum heimi. Svo má auðvitað hafa samúð með milljónamæringunum sem reyna á hverjum degi að kaupa og selja til að auka verðmæti eignasafns síns. Hvað á að segja við þá til að hugga þá þegar óvissa leggst yfir hlutabréfamarkaðina? Að alþjóðaviðskipti séu í hættu? Að þeir eigi að búa sig undir gjaldþrot? Að almenningur þurfi að búa sig undir skort? 

Það er oft við hæfi að taka eitt skref afturábak og kíkja aðeins á heildarmyndina.

Eru hlutabréfamarkaðir á leið í ræsið? 

Kíkjum á Nasdaq og Dow Jones í Bandaríkjunum þar sem óvissan er hvað mest samkvæmt fjölmiðlum:

hlutabref1

hlutabref2

Nei, greinilega ekki.

Hvað með loftslagið? Er það ekki að gjörbreytast? Nei. Það er auðvitað alltaf að breytast en ekki á neinn hátt sem er ekki hægt að takast á við. 

Hvað með stríðsátök? Fer þeim ekki fjölgandi? Nei, því þrátt fyrir fjölgun í fréttunum þá er söguleg lægð í gangi enn. Það er raunar einhvers konar kraftaverk miðað við hvað margar tilraunir eru gerðar til að hefja átök.

Hvað með farsóttir? Hvað með lýðræðið? Er ekki að komast á ný heimsskipan? Kannski, en áfram heldur lífið.

Auðvitað er margt raunverulega slæmt í gangi sem þarf að stöðva: Óheft innflytjendaflæði, atlaga að hagkvæmri orku, sífellt meiri skattheimta í skiptum fyrir sífellt minni innviði, valdatilfærsla frá kjósendum til embættismanna, afnám einkavæða kvenna og sífellt veikara málfrelsi. En þetta eru ekki vandamálin sem okkur er sagt að takast á við. Við erum hrædd með ímynduðum skrímslum sem eiga að leynast undir hverju rúmi en eru svo ekki þar þegar að er gáð.

Ég skil alveg áhyggjur margra af hlutabréfasöfnum milljónamæringa sem hafa fjárfest í vindmyllum og bóluefnum. Ekki viljum við að þau komist í uppnám! En að taka skref afturábak og kíkja á þróunina einhverja mánuði og jafnvel ár og áratugi aftur í tímann getur verið róandi aðgerð sem ég mæli með.


mbl.is Alþjóðaviðskipti í hættu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband