Hópnauðganafaraldurinn evrópski

Svo virðist sem hópnauðganafaraldurinn evrópski hafi náð til Íslands. Hann kom með fjöldainnflutningi á fólki sem hefur verið kennt frá blautu barnsbeini að konur eru verðlausar skepnur í eigu karlmanna. Þetta er afbrigði af heimsmynd múslíma en þó fjarri því allra múslíma svo það sé nefnt og virðist bundin við ákveðin múslímaríki umfram önnur. Kannski heimsmynd sambærileg við heimsmynd sumra kristinna manna á miðöldum þegar þeir lögðu undir sig fólk sem aðhylltist önnur trúarbrögð og fóru með eins og skepnur.

Kristnir menn lærðu með tíð og tíma þann boðskap Jesú Krists að öll erum við manneskjur sem eiga allar að njóta sömu mannréttinda en sú hugsun hefur alls ekki náð inn í alla menningarheima og raunar fjarri því. Hérna rekast því á tvær heimsmyndir: Sú sem fordæmir hópnauðganir á konum, og sú sem fordæmir þær ekki.

Það er erfitt að halda því fram að þegar Íslendingar ákváðu að endurtaka mistök annarra Evrópuríkja í innflytjendamálum að þá mætti búast við annarri niðurstöðu. Ef þú borðar eitrið þá verður þú lasinn og þaðan af verra. Íslendingar völdu samt að trúa einhverju öðru. Sennilega eru einhverjir Íslendingar nú þegar byrjaðir að aðlagast eins og Danir þegar þeir biðja um H.C. Andersen leigubíl til að vera viss um að fá innfæddan Dana á bak við stýrið. Hvað segja menn á Íslandi til að tryggja sér íslenskan bílstjóra? Biðja kannski Jón Sigurðsson leigubíl?

Ákveðin hverfi í evrópskum borgum eru orðin að öðrum menningarheimi þar sem kristnir og innfæddir eru illa séðir. Er eitthvað slíkt að eiga sér stað í Reykjavík, Reykjanesbæ og víðar? Þegar verst lætur þá flæma íbúar lögregluna í burtu, slíkt er ástandið. 

Það er auðvitað hægt að víkja af þessari braut, svo sem með því að senda fólk til síns heimalands í stórum stíl, en slíkt krefst pólitísks hugrekkis og þess að kjósendur verðlauni slíkt hugrekki. Mér sýnist Íslendingar upp til hópa ekki vera komnir þangað. Fleiri hópnauðganir þurfi til og ungum stúlkum fórnað á það bál. 

Eða hvað? Íslendingar láta ekki alltaf flækja sig í net pólitísks rétttrúnaðar eða regluverksins. Þegar eldgos ógnar innviðum þá reisa þeir varnargarða. Þegar veturinn feykir burtu háspennulínum þá vaða menn snjó og byl til að koma rafmagni aftur á. Kannski bregðast Íslendingar núna hratt við hópnauðgunarfaraldrinum til að bjarga stúlkum sínum. Eða hvað?


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Vissulega er það rétt að múslimsk menningaráhrif eiga hér mikinn hlut að máli í svona breytingum. En Jesús Kristur var ekki sá fyrsti sem boðaði að allir væru manneskjur eða að koma ætti fram af virðingu við konur (hann talaði við konuna við brunninn, og bara að hann skuli hafa yrt á hana er talið merkja umbyltingu, að hann taldi þær til jafns við karla. Áður áttu konur ekki að tala opinberlega, hylja sig, og aðeins halda sig heima).

Auður Eir, sú sem byrjaði með kvennaguðfræðina hún hefur skrifað nokkrar bækur til að valdefla konur og kvenpresta sérstaklega. Ein fyrsta bókin hennar byrjar á umfjöllun um heiðnar gyðjur. Af því sést að þar lítur hún til valdeflingarinnar fyrst, eða til heiðninnar. Síðan seinna í bókinni telur hún upp áhrifakonur innan kristninnar, Maríu mey til dæmis.

Þannig að ég myndi segja að kvenréttindin komi úr heiðninni og gyðjudýrkuninni. 

Krít var heiðið samfélag, jafnvel allt aftur til 3000 fyrir Krist, fyrir 5000 árum. Vísindamenn telja að þar hafi mæðraveldi ríkt og gyðjudýrkun.

Ekkert kom Jesús Kristur þar við sögu, löngu áður en að ímynduð fæðing hans átti að eiga sér stað, sem ekki er sönnuð, en er mýta.

Sumir fræðimenn telja að Jesús Kristur hafi verið til en aðrir ekki. Það er ekki hægt að sanna. Bæði Gamla testamentið og Nýja testamentið flokkast undir goðsagnir.

Gamla testamentið er þó nær því að vera eins og Þjóðsögur Jóns Árnasonar Hebrea til forna með þjóðrembuívafi á hebreskan máta og furðusögum í bland.

Ég er ekki svo viss um að svona breytingar sé hægt að stöðva. Femínistar eru harðastir við innlenda karlmenn. Ef aðrir fá að sleppa, þá fáum við aftur kvenhaturssamfélag fyrri alda.

Til er kvæði sem er þjóðlag og þjóðkvæði sem heitir Konukaup og það er alíslenzkt. Ég gerði við það lag fyrir löngu og söng því ég þekkti ekki upphaflega lagið.

Það fjallar um bændur að semja um kaup, hvað kona kosti, fyrir hversu margar kindur og svo framvegis.

Enda felst í orðinu brúð-kaup, að kaupa brúði.

Þessi viðhorf eru mjög rótgróin.

Ingólfur Sigurðsson, 27.4.2025 kl. 17:48

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Ingólfur,

Auðvitað er það ekki bara kristin trú sem boðar að allir séu jafnir í augum Guðs. Konur víkindaaldar gátu átt eigur, ráðið búi, skilið við menn og svona mætti lengi telja. 

Punktur minn er bara sá að kristin vestræn samfélög búa að arfi kristinnar trúar en auðvitað líka öllu því sem á undan kom. Kristin trú er það sem tengir saman Spánverja, Frakka, Íslendinga og Norðmenn miklu frekar en einhver önnur sameiginleg hefð úr fyrri tíð. Það voru kristnar þjóðir sem sameinuðu heri sína í Austurríki til að hrinda úr Evrópu herjum Óttómanna. Hafi þeir ekki haft trúnna til að bryggja brú á milli sín þá veit ég ekki hvað hefði orðið. Og þar sem allskyns hrærigrautir af heiðni beið múslímahersins, þar var samstaðan engin og ríki féllu eins og spilaborgir.

Tek fram að mín trú er veikari en mín trú á mikilvægi okkar sögulega trúarlega menningararfi. 

Geir Ágústsson, 27.4.2025 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband