Föstudagur, 25. apríl 2025
RÚV sagði frá einhverju fréttnæmu í 5 mínútur
Hvernig lífi myndir þú lifa ef þú óttaðist það helst af öllu í lífinu að vera kallaður kynþáttahatari? Eða ásakaður um að hreinalega vilja afmá tilveru ákveðins fólks af yfirborði Jarðar? Eða ásakaður um að afneita raunveruleikanum? Eða ásakaður um að vera vond manneskja, jafnvel án mikils rökstuðnings? Ásakaður um að vilja frekar stríð en frið?
Þú myndir væntanlega lifa í miklum ótta. Forðast að ræða hluti sem lægju á hjarta þínu. Kinkar jafnvel kolli þegar einhver fjarstæða er borin á borð.
Auðvitað er hægt að vera afstöðulaus um ákveðin málefni, eða að vera sammála um að eitthvað þurfi að gera en af öðrum ástæðum en haldið er á lofti. Þannig finnst mér sjálfsagt að skoða valkosti við jarðefnaeldsneyti en án þess að liggja svefnlaus af áhyggjum yfir loftslagsbreytingum.
Svo má auðvitað vera ósammála.
Eða hvað?
Nú virðist sem svo að atvinnusvæði leigubílstjóra við Keflavíkurflugvöll sé orðið að átakasvæði og yfirvöld, landeigandi, fjölmiðlar, stjórnmálamenn og almenningur segir ekkert. Þorir því ekki. Ertu múslímahatari? Ertu útlendingahatari?
Ertu rasisti?
Gott. Þá máttu þegja.
Sem betur fer hafa nokkrar hugrakkar sálir ekki sætt sig við þetta og tókst jafnvel að lokka fréttamann RÚV á svæðið til að skoða málin. Vitaskuld var allt sem allir sögðu staðfest og strax í kjölfarið búið að endurnýja hlutverk kaffistofu sem kaffistofu frekar en bænahúss.
Gott. Það getur alveg borgað sig að tjá sig og þótt RÚV segi bara frá einhverju fréttnæmu eða athyglisverðu í 5 mínútur á ári þá er það betra en ekkert, sem hefur hingað til verið venjan.
Annars held ég að þetta sé komið gott af því að skipta um þjóð á Íslandi, en til vara mætti skipta Íslendingum út fyrir Pólverja. Þeir vita að það er rangt að gelda börnin og þykjast vera veikur til að sleppa við vinnu.
![]() |
Isavia neitar að tjá sig um bænahald í kaffiaðstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:22 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning