Miðvikudagur, 23. apríl 2025
Dulin skattheimta
Þau gera þetta bæði, sveitarfélögin og ríkisvaldið: Mjólka fyrirtæki í sinni eigu eins mikið og þau geta, eða fegra þau á bókhaldinu til að fegra eigin fjárhagsstöðu. Fyrirtæki sem áttu að tryggja góða og trausta innviði á sanngjörnu verði. Þau eru núna orðin að mjólkurbeljum.
Þetta er auðvitað ekkert annað en dulin skattheimta. Þegar hið opinbera mjólkar fyrirtækin sín í sjóði sína þá þurfa þau að finna leiðir til að fjármagna framkvæmdir með hærri verðum. Ekki skemmir fyrir að það er orkuskortur sem leiðir til enn hærra verðlags sem þýðir enn meiri arður sem hið opinbera getur sogað til sín. Það er jafnvel þess virði að hugleiða hvort orkuskortur yfirvalda sé viljaverk, ætlaður til að halda uppi verði og þar með arðgreiðslum til sín. Ef ekki þá er um vanhæfni að ræða.
Hvort er það? Samsæri eða vanhæfni? Aðrir möguleikar eru ekki í boði.
Óháð því þá er fórnarlambið það sama í öllum tilvikum: Íslenskur almenningur. Hann fær að borga ef gengi krónunnar er lágt og kaupmáttur lélegur. Hann fær að borga ef gengið er hátt og dollarinn minna virði. Hann fær að borga fyrir orkuskortinn og arðgreiðslurnar. Og hann fær að borga mikið fyrir vanrækta innviði.
Því árið er 2025 og of langt liðið síðan Íslendingar hófu þrjú þorskastríð gegn Bretum og unnu þau öll til að einhver muni hvað þýðir að vera sjálfstæð þjóð á eldfjallaeyju í miðju úthafi. Blauti draumurinn um pláss á Evrópuþinginu hefur tekið yfir.
![]() |
Landsvirkjun látin brúa gengismun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:11 | Facebook
Athugasemdir
Það eru 2 týpur sem vilja ganga í EU, annarsvegar fólk sem vill alltaf fá eitthvað frá öðrum og hinsvegar þeir sem ætla að hafa áhrif.
Þar sem þjóðartekjur Íslendinga eru háar þá munum við greiða meira til Eu en við fáum og eftir standa hinir geggjuðu sem halda að þeir muni hafa einhver áhrif. Svo virðist sem áhrifin hafi aukist verulega strax við hugsanlega umsókn. Miðað við íslenskar fréttir þá gæti maður haldið að íslenski utnríkisráðherrann væri stórleikari á hinu alþjóðlega pólitíska sviði og beðið sé eftir því að Trump og Pútin ráðfæri sig við hann.
Kristinn Bjarnason, 23.4.2025 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning