Mánudagur, 21. apríl 2025
Þegar Íslendingar voru sjálfstæð þjóð
Í sumar verður liðin hálf öld frá því að lögsaga Íslands var færð út í 200 mílur, en með því hófst þriðja og síðasta þorskastríðið sem lauk með samningum ári síðar í Noregi. Sú útfærsla krafðist hugrekkis og því að standa í kokinu á evrópskum nýlenduherrum, taka mál alla leið fyrir dómstóla og sigra með notkun réttlætis og sterkrar röksemdarfærslu.
Á svipuðum tíma reistu Íslendingar líka sínar fyrstu stóru virkjanir og beisluðu náttúruöflin til að standa undir auðsköpun og velmegun. Þeir stofnuðu flugfélög, byggðu stórar brýr, boruðu jarðgöng og lögðu hitaveitu.
Við í dag lifum svolítið á grunninum sem var lagður á þessum árum - frá miðbiki 20. aldar og einhverja áratugi eftir það. Kannski mætti segja að lítið hafi bæst við síðan í raun. Jú, einhverjar virkjanir en ekki nógu margar og stórar til að anna eftirspurn. Meira malbik vissulega en ennþá treðst öll umferð Suðurlands í gegnum eina brú við Selfoss svo það sé nefnt. Rafmagn framleitt á Austurlandi kemst ekki á Suðurlandið, og öfugt. Fiskvinnslan var komin í rafmagn en hefur núna snúið sér aftur til olíunnar - andstæða þeirra orkuskipta sem stefnt var að.
Þessi stöðnun í innviðaframleiðslu á sér hliðstæðu í utanríkisstefnu Íslands. Ef undan er skilinn sigur Íslands á Bretlandi og Hollandi í Icesave-deilunni er eins og utanríkisstefna Íslands sé bara óskýr spegilmynd af þeirri sem Evrópusambandið heldur á lofti hverju sinni (þar sem það er ákveðið hver er góði kallinn og hver er vondi kallinn, hvaða stríð á að fjármagna og hvaða minnihlutahópum má útrýma án mótmæla). Stoltir og framkvæmdaglaðir Íslendingar þorðu að halda á lofti eigin utanríkisstefnu. Þeir sem falla á hnén þegar útlendingar skammar þá er heldur ekki að fara ráðast í metnaðarfullar framkvæmdir fyrir land og þjóð.
Maður hefði haldið að þessi þjónkun við erlendar reglugerðir væri farin að skila sér í breyttri hegðun kjósenda og breyttum áherslum stjórnmálastéttarinnar en eru einhver merki um slíkt?
Kannski væri ráð að hringja til landsstjórnar Færeyja og fá góð ráð þar um hvernig á að standa í lappirnar gagnvart erlendur ofríki, bora í gegnum fjöll og slaka á þegar einhver hrópar heimsfaraldur.
![]() |
Hálf öld frá útfærslu í 200 mílur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:52 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning