Laugardagur, 19. apríl 2025
Hægri og vinstri samsæriskenningar
Hvað eigum við að kalla það þegar fjölmiðlar, yfirvöld, læknar og prófessorar héldu því fram að sprauturnar gegn COVID-19 væru öruggar og virkuðu, þvert á margar vísbendingar frá upphafi spraututíma og jafnvel fyrr?
Lygar?
Barnslega trú?
Áróður?
Samsæriskenningu?
Ekki var það sannleikurinn og þaðan af síður sannanleg og vísindalega rökstudd afstaða.
Eigum við að kalla það vinstri samsæriskenningu? Vinstri, því hún snérist um að fá alla til að taka sömu ákvörðun. Vinstri, af því þetta var eitthvað sem yfirvöld töldu vera best fyrir alla? Vinstri, af því ríkisvaldinu var beitt eins og kylfu á heilbrigðistengdar ákvarðanir einstaklinga rétt eins og skattkerfið lemur á launatekjum fólks?
Kannski gagnast það ekki neinum að búa til einhvern stimpil á ákveðnar skoðanir. Að kalla eitthvað samsæriskenningu sem sagan sýnir svo að er alveg hárrétt afstaða sem sönnunargögnin halda áfram að hlaða undir svo árum skiptir.
En kannski er það einföldun sem fólk skilur. Ég tala nú ekki um að nota hugtökin hægri samsæriskenning, þar sem efast er um að sprautur af ýmsu tagi séu hollt meðal, og vinstri samsæriskenning, þar sem því samsæri er haldið á lofti að yfirvöld stundi engin samsæri.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning