Þriðjudagur, 15. apríl 2025
Þegar heykvíslarnar fara á loft
Það er stundum erfitt að skilja mannkynssöguna.
Hvernig tókst þjóðernissósíalistum í Þýskalandi að fá almenning til styðja við málstað sinn um yfirburði hvíta kynþáttarins, útrýmingu Gyðinga og allsherjarstríð á svo gott sem allan umheiminn?
Hvernig tókst kommúnískum sósíalistum að halda á lífi svo áratugum skiptir stjórnarfyrirkomulagi sem gerði almenning fátækari og fátækari á meðan afgangur heimsins dúndraðist upp í lífskjörum?
Hvernig tókst að fá vestrænan almenning til að samþykkja grímur, sprautur, samkomubönn og lokun fyrirtækja í tvö og jafnvel þrjú ár?
Svarið er í öllum tilvikum það sama: Almenningur slekkur á gagnrýninni hugsun og heilbrigðri skynsemi, lætur óttann taka völdin, samþykkir einhvers konar frásögn (narrative) sem segir hvað er rétt og rangt og við hæfi að gera og styðja, og stekkur svo eins og læmingjahópur fram af hengibrún og niður í eigin tortímingu.
Mér datt þetta í hug í dag þegar ég labbaði framhjá tómri hleðslustöð fyrir Teslu-bíla á fjölförnum ferðamannastað í Danmörku þar sem öll önnur stæði fyrir bíla voru svo gott sem full og annars konar hleðslustöðvar á öðrum stöðum í bænum sæmilega fullar.
Hvernig stendur á því í landi þar sem Teslan er nokkuð algeng (10% allra nýrra afhentra bíla í fyrra)?
Jú, Teslu-eigendur þora ekki lengur að keyra bílum sínum. Því hefur verið haldið fram að slíkt sé stuðningsyfirlýsing við rasisma og fasisma. Slíkir bíleigendur eru áreittir og bogna um leið í hnjánum. Teslan, sem var einhvers konar stöðutákn fyrir góða fólkið fyrir ekki löngu síðan, er horfin af götunum, eða allt að því.
Sama fólkið og lét plata sig til að eyða morðfjár í rándýran lúxusbíl til að bjarga heiminum frá tortímingu loftslagsbreytinga hefur núna samþykkt að einhver frumkvöðull í Bandaríkjunum sé fasisti og rasisti.
Ekki aðalritari Kína, sem er helsti samkeppnisaðili sama frumkvöðuls og heldur í raun uppi útrýmingarbúðum og framkvæmir þjóðarhreinsanir, heldur frumkvöðullinn sem býr til græjur sem keyra eða fljúga, og er þessa dagana að fletta ofan af gengdarlausri sóun á fé bandarískra skattgreiðenda (launalaust).
Þetta segir mér það að yfirvöld muni ekki eiga í neinum vandræðum með að skella samfélaginu í lás aftur, banna samkomur, loka fyrirtækjum, setja jarðarfarir í myndbandsstreymi og taka skólalífið af krökkunum. Og auðvitað að halda áfram að ryksuga vasa skattgreiðenda til að fjármagna vindmyllur (bókstaflega) og stríð.
Og kannski eru einhver áform nú þegar í bígerð. Það er því mögulega við hæfi að byrja að undirbúa sig andlega fyrir að vera skammaður í búðum fyrir grímuleysi og sektaður af lögreglu fyrir að halda partý á tímum samkomubanns. Og þér er boðið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það gleymist alltof oft að fólk í Þýzkalandi svalt heilu hungri
Hitler þótti betri kostur en kommúnistarnir sem næstum náðu öllum völdum í Frakklandi og margir töldu sig geta losað sig við litla manninn í brúnu buxunum hvenær sem er ef þess þyrft
Hagfræði Hitlers var skiljanleg hverjum sem er
Við framleiðum bara brauð og byssur
Hræðslan drífur þig áfram en hunangið laðar að
Hvers vegna ætti maður að trúa vestrænum fréttamiðlum um hversu ömurlegt ástandið var í austantjalds ríkjunum?
Það eru ansi margar fréttir núna um hversu ömurlegt það er í dag að búa í USA
Grímur Kjartansson, 15.4.2025 kl. 17:32
Allt tal um að almenningur slökkvi á almennri skynsemi og gagnrýnni hugsun hljómar frekar heimskulegt komandi frá aðila sem trúir öllu sem frá órangútanum og musk kemur. Ekki fyrirferðamikil almenna skynsemin og gagnrýna hugsunin hjá þér.
Vissir þú að 2,5% af þjóðarframleiðslu kína er útflutningur til bna? Vissir þú að vegið meðaptal tolla EU á innflutning frá bna er 1%. Vissir þú að MAGA derhúfan þín er framleidd í kína?
Veistu yfirleitt eitthvað um það sem þú ert að þvaðra?
Bjarni (IP-tala skráð) 15.4.2025 kl. 18:35
Tilfellið er sama hver vekur á því athygli að það er verulegt áhyggjuefni hversu auðvelt er fá almenning í allskonar vitleysu eins og t.d. að leiða fólk í stórhættulegar covid sprautur. Það var dýrkeypt vitleysa. Ég mæli með sjálfstæðri hugsun.
Kristinn Bjarnason, 15.4.2025 kl. 18:59
Var það ekki Churchill sem sagði að lýðræðið væri meingallað stjórnskipulag en spurði svo hvor eitthvað betra væri til?
Eitt er víst, það verður aldrei hörgull á mönnum sem girnast völd og vilja stjórna, vandamálið er að velja þá. Á meðan mannskepnan er sá gallagripur að láta fremur stjórnast af tilfinningum heldur en skynsemi þá verður þetta vandamál ekki leyst.
Nema gervigreindin muni leysa það?
Hördur Thormar (IP-tala skráð) 15.4.2025 kl. 22:16
Flestir verkfræðingar hafa hingað til haft vit á því að halda sig við sitt sérsvið og láta sér gáfaðri um að fjalla um hagfræði, Flestir, ekki allir.
Það er ekki tilviljun að verkfræðingar finnast ekki í stjórnmálum eða framarlega í atvinnulífinu.
Bjarni (IP-tala skráð) 15.4.2025 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning