Laugardagur, 12. apríl 2025
Af hverju þarf að þvinga þig til að fagna fjölbreytileikanum?
Mikið er rætt og skrifað um stefnu bandarískra yfirvalda að falla frá kröfum um einhvers konar stefnu sem fagnar fjölbreytileikanum - að ráðningar þurfi að snúast um að skoða kynfæri og húðlit umsækjenda, auka hlutfall ákveðinna húðlita og kynfæra innan stjórna og deilda og kennslustofa og vísa frá þeim sem eru of hvítir eða karlkyns af þeirri ástæðu einni.
Á Íslandi eru víst lög sem kveða á um að banna slíka mismunun á grundvelli húðlitar og tegund kynfæra.
En er einhver þörf á slíkri löggjöf?
Þarf að þvinga þig til að horfa á einstaklinga á grundvelli persónuleika, frammistöðu og framlags frekar en húðlits og kynfæra? Eru Íslendingar virkilega svo uppteknir af því að allir séu hvítir og karlkyns að aðrir fái ekki möguleika á starfsframa eða að fái sanngjörn tækifæri?
Ég hélt ekki, en ef það þarf löggjöf til að spyrna gegn slíku hugarfari þá er það líklega lausnin.
Ég hefði haldið að slík lög ættu meira erindi í ríkjum þar sem aðrir en innfæddir eru meðhöndlaðir eins og ódýrir þrælar, en ekki á Íslandi.
Kannski Íslendingar séu svo meðvitaðir um fordóma sína að þeir vilja að löggjafinn hjálpi þeim að draga úr öllum fordómum sínum. Ísland, sem kaus fyrst allra forseta af kvenkyni. Ísland, þar sem konur eru áberandi á öllum sviðum samfélagsins, í ábyrgðar- og valdastöðum.
En kannski er þetta bara afurð löggjafar. Kannski Íslendingar séu upp til hópa með mikla tilhneigingu til að mismuna og að það hafi þurft að banna slíka tilhneigingu. Kannski Íslendingar, eins og þú, séu með þeim fordómafyllri sem finnast í heiminum en fengu löggjöf til að siða þá til.
Ef ekki, þá má afnema alla þessa löggjöf í kringum fjölbreytileika og mismunun, en þá þarft þú, kæri lesandi, að hætta að vera þessi rasisti og kvenhatari sem löggjafinn telur þig vera.
Ræður þú við það?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:39 | Facebook
Athugasemdir
Undarlegur pistill frá frekar rasískri hvítri karlrembu sem náði í gegnum verkfræðina á þeim tíma þegar mörgum hæfari konum var vísað frá því námi og býr nú fjærri heimahögum sem innflytjandi sem er mótfallinn innflytjendum.
Lögin voru ekki sett í tómarúmi. Ástæða þótti til. Og þó farið sé að mestu leyti eftir lögunum er ekkert sem bendir til þess að fordómum hafi verið útrýmt. Og engin ástæða til að halda að mismunun geri annað en aukast við afnám laganna, eins og er núna að gerast í Bandaríkjunum.
Vagn (IP-tala skráð) 12.4.2025 kl. 18:58
Vagn,
Takk fyrir þessa skýringu. Íslendingar voru fordómafullir rasistar og fengu löggjöf og núna er jafnrétti.
Ég er smávegis miður mín að þetta sé skýringin, en þá það.
Bæti annars við smávegis sögu:
Þegar ég sótti nám í verkfræði við aldamótaskiptin þá var pláss fyrir fleiri og engum vísað frá að því er ég veit. Það var einn skiptinemi frá Tyrklandi sem sótti um meistaranám með B.Sc.-gráðu frá heimalandingu á bakinu og fékk að skrá sig í námið en þurfti bara að taka nokkur námskeið upp á nýtt til að tryggja að hann væri tilbúinn í framhaldsnámskeiðin. Hann féll ítrekað enda uppteknari af íslenska kvenfólkinu en sjálfu náminu.
Þetta alhæfi ég ekki um alla Tyrki, en veit af þessu dæmi.
Svo ekki bara var Háskóli Íslands á þessum tíma, fyrir meira en 20 árum síðan og fyrir tíma mikið af núverandi löggjöf um að einblína á húðlit og kynfæri, galopinn fyrir allskonar fólki, heldur sveigjanlegur.
Íslendingar voru ekki fordómafullir rasistar og uppteknir af því að halda hæfileikaríku fólki og kvenfólki frá tækifærum og löggjöfin óþarfi, að mínu mati. En kannski var þörfin fyrir af-rasistavæðingu Íslendinga almennt til staðar utan míns þröngva sjónsviðs. Þú, Vagn, segir þá sögu, og hún er sorgleg.
Geir Ágústsson, 12.4.2025 kl. 19:47
Fólk á að hætta að berjast gegn náttúrulögmálum. Maðurinn er spendýr. Karldýrin eru sterkari og ráða berjast um yfirráðasvæði. Ef eitthvað er pervetískt þá er það húmanisminn. Ennfremur, rasismi er börnum meðfæddur. Það sýndi brezk heimildamynd sem var sýnd í kófinu á RÚV fyrir nokkrum árum.
Hegðun barna mynduð og skoðun að eins árs aldri. Þau völdu leikfélaga og foreldra sem voru af sama kynþætti og þau. Hitt er innprentun sem kemur með wókinu að allir eigi að vera jafnir. Sköpunin byggist á baráttu eins og Darwin sagði.
En þessar kvensniftir sem gerðu brezku heimildamyndina gátu ekki hundzast til að komast að réttri niðurstöðu, að sætta sig við karlrembu og rasisma og slíkt meðfætt. Nei, þá þurfti að enda þættina á að koma inn wók rugli!
Menningin er hrunin eins og meistarinn sagði.
Ingólfur Sigurðsson, 12.4.2025 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning