Hvað er hægri öfgahyggja?

Ég er hægrimaður. Mjög mikill hægrimaður. Langt til hægri í stjórnmálum. 

Þetta þýðir að mér er alveg sama hvaða trú menn hafa, gæti ekki verið meira sama um klæðaburð annarra, hvað fólk kallar sig, hvaða húðlit fólk hefur og hvaða kynhneigð það hefur. Allt eru þetta einkamál hvers og eins. Auðvitað geta fyrirtæki og stofnanir sett reglur um klæðaburð og húsfélög geta bannað losun á sorpi á stigaganginum en slíkt leiðir af eignaréttinum sem er bakaður djúpt inn í hægrimennskuna. Án hans er enginn sjálfsákvörðunarréttur og allt sem kallast að vera til hægri hverfur.

Þetta þýðir að ég samþykki ekki að ein lög eigi að gilda fyrir einn og einhver önnur fyrir annan því mikilvægasta lögmálið er friðsemdarlögmálið - að ekki sé réttlætanlegt að hefja að fyrra bragði árás á annan.

Af þessu leiðir að skattheimta er óréttlætanleg og eigi í besta falli að samþykkja sem þjófnað um hábjartan dag sem er ekki hægt að verjast því þá sendir ríkisvaldið hermenn sína af stað til að ráðast á fólk og loka inni. Ég kýs frekar að borga í hverjum mánuði lausnagjald mitt en að verða stungið í steininn.

Af þessu leiðir að mér finnst öll ríkisútgjöld vera fjármögnuð með þýfi. Það er kannski huggun í harmi að þýfið er notað til að fjármagna þjónustu og inniviði sem nýtast mér og öðrum í daglegu lífi, en þýfi er það samt. 

Af þessu leiðir að umburðalyndi mitt gagnvart vali annarra í lífinu eða ráðstöfun á eigin fé er svo gott sem óendanlegt. Fari ríkisvaldið hins vegar að neyða menn til að þegja eða klæða sig á ákveðinn hátt, framfylgja samkomubanni eða fjármagna heilaþvott á börnum mínum þá fær það sama hlutverk og maður sem gengur um með kylfu og lemur fólk af handahófi: Ofbeldismaður sem þarf að stöðva.

Allt þetta tilheyrir því að vera hægrimaður, og jafnvel öfgafullur sem slíkur.

Það kemur mér því spánskt fyrir sjónir að lögreglan á Íslandi telur harðlínumenn í Íran vera boðbera hægri öfgahyggju. Þau eru allt nema hægrisinnuð. Í raun algjör andstaða. Þau skipta sér af öllu, neyða fólk til að klæðast á ákveðinn hátt, setja ákveðna kynhneigð í löggjöfina til að banna hana og heilaþvo börnin. Slík yfirvöld eru miklu skyldari kommúnískum yfirvöldum en hægrisinnuðum. Þau aðhyllast vinstri öfgahyggju, ekki hægri.

Þetta segir okkur auðvitað það að hugtökin hægri og vinstri eru með öllu ónothæf þegar við erum komin út fyrir stjórnmálalitrófið innan ákveðins ríkis þar sem hægri þýðir einhvers konar skerðing á völdum ríkisvaldsins og skattaþörf þess og vinstri þýðir aukning á völdum ríkisvaldsins og skattaþörf þess. Um leið og alræðisstjórnir múslímaríkjanna eru færð inn í umræðuna þá ruglast allt, svart verður hvítt og vinstri verður hægri. Sem er ástæða þess að blaðamenn ættu kannski aldrei að ræða alþjóðamál og bara halda sig við innanlandsþræturnar. Og hið sama gildir um skýrslugerðarmenn lögreglunnar.

Það er gott að vera hægrisinnaður. Það dregur úr þörf minni til að hafa skoðun á vali annarra í lífinu, í hvað fólk eyðir launum sínum og hvað það kallar sig fyrir framan spegilinn eða hefur áhuga á að gera í svefnherberginu. Að aðhyllast hægri öfgastefnu er friðsæl, umburðarlynd og mannvæn lífsskoðun sem ég mæli með.


mbl.is Aukin ógn vegna ofbeldisfullrar hægri öfgahyggju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Fréttaveitur hafa margoft lýst fólki sem hægri öfgamanni

man ekki eftir að neinn hafi verið kallaður öfga vinstri maður

Svoleiðis fólk virðist ekki vera til í hugarheimi RUV

Grímur Kjartansson, 10.4.2025 kl. 21:44

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er með miklum ólíkindum. En ekki í fyrsta skipti sem lögreglustofnanir gefa svona bull frá sér. Enska lögreglan er hvað þekktust fyrir að fara alltaf á vitlausa staðinn til að leita að hryðjuverkafólki jafnvel þó að nánast undantekningarlaust þá stafar  hryðjuverkaógnin af herskáum íslamistum. Ekki eru þeir sérstaklega hægri sinnaðir að því er manni skilst. 

Jón Magnússon, 10.4.2025 kl. 21:46

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Til er afar einföld þumalfingurs-regla um öfgahyggju:

    • Hversu hátt hlutfall íbúa landsins, telur viðkomandi sig vera líklega nokkurn veginn skoðanalega sammála?

    • Því færri þeir eru semm viðkomandi er sammála -- því lengra út í jaðri er pólitísk skoðun viðkomandi.

    Það fylgir gjarnan einnig - því lengra út í jaðri persóna er.
    Því minna umburðarlyndi er líklegt að viðkomandi hafi gagnvart öðrum skoðunum en skoðunum viðkomandi.
    --Það fylgist að því að vera ósammála sífellt hærra hlutfalli þjóðar sinnar.
    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 10.4.2025 kl. 22:43

    4 identicon

    Ef við förum nú eftir þessari einföldu þumalfingurs reglu hans EBB þá er besta leiðin fyrir "öfga hægri mann" til að leynast í samfélaginu er að vera sammála skoðunum meirihlutans og með því þá er hann fullkomnlega ósýnilegur gagnvart EBB og lögreglunni. :) Annars ætla ég að taka undir blogg Jóns hér að ofan snilldarlega skrifað. En það er alltaf gott að hlægja vel í byrjun dags.

    Trausti (IP-tala skráð) 11.4.2025 kl. 06:42

    5 Smámynd: Geir Ágústsson

    Einar,

    Samkvæmt þessari uppskrift var Galileó öfgamaður því hann sagði að Jörðin snérist í kringum sólina en ekki öfugt, þvert á mótmæli flestra og þar á meðal yfirvalda.

    Samkvæmt þessari uppskrift var Einstein öfgamaður enda mótmæltu flestir eðlisfræðingar kenningum hans og skrifuðu jafnvel undir mótmæli.

    Samkvæmt þessari uppskrift er var Martin Lúter öfgamaður því hann talaði gegn ríkjandi viðhorfi í þá veruna að Biblían ætti bara að vera á latínu, og messan líka. 

    Samkvæmt þessari uppskrift er ég öfgamaður því ég er óbólusettur gegn COVID-19, þvert á öll meðmæli allra yfirvalda, þrýsting frá atvinnuveitanda mínum og takmörkunum sem yfirvöld lögðu á mig umfram aðra, svo sem að þurfa að sitja hraustur og heilbrigður í sóttkví (sem ég svindlaði auðvitað hressilega á, en það er önnur saga).

    Það er oft sitthvað, viðhorf meirihlutans og sannleikurinn og réttlætið.

    Geir Ágústsson, 11.4.2025 kl. 16:21

    6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

    Í almennri notkun yfirvalda virðist það bara þýða einhver sem er ekki barnanauðgari.

    Bretar settu jú Tommy Robinson í djeilið fyrir að vera á móti því að einhverjir múslimar væru að nauðga mörgþúsund börnum.

    Ásgrímur Hartmannsson, 11.4.2025 kl. 16:38

    7 Smámynd: Kristinn Bjarnason

    Það sem Einar er að reyna að segja er að þeir sem ekki eru móttækilegir fyrir dáleiðslu eða heilaþvætti fjölmiðla og opinberra starfsmanna eru öfga hægri.

    Kristinn Bjarnason, 12.4.2025 kl. 07:12

    8 Smámynd: Geir Ágústsson

    Kristinn,

    Ég get fallist á það og kallað mig öfga-hægrimann þar með.

    Geir Ágústsson, 12.4.2025 kl. 11:23

    9 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

    Ég er líka með. Hægri öfgamaður.

    Sigurður Kristján Hjaltested, 12.4.2025 kl. 15:32

    Bæta við athugasemd

    Hver er summan af einum og þremur?
    Nota HTML-ham

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband