Kvenréttindaafnámsherferðin

Svolítið áhugavert á sér stað núna og hefur átt sér stað seinustu árin: Afnám á réttindum kvenna.

Ég kalla það kvenréttindaafnámsherferðina. Ætla ekki að sækja um að fá það vörumerki eða annað slíkt, svo notist að vild.

Sú herferð gengur út á að:

  • Taka af konum íþróttir þar sem konur keppa við konur (píka á píku, svo það sé á hreinu)
  • Taka af konum búningsklefana, þar sem þær afklæðast og standa naktar í sturtuklefum
  • Taka af konum verðlaunin sem fást þegar sigur er unnin í íþróttum
  • Taka af konum næðið, friðhelgina og fjarlægð frá typpum í allskyns aðstæðum þar sem nektar er krafist

Taka af þeim nokkuð margt, satt að segja.

Þeir sem mótmæla þessari herferð fá auðvitað yfir sig holskeflu skammayrða og slíkt en að auki árásir á pósthólf (þekki það sjálfur) og jafnvel meira. Röng skoðun! 

Það er því fínt að hafa hugtak eins og kvenréttindaafnámsherferðina til að lýsa ekki bara skoðun sinni á vegferðinni heldur líka innihaldi hennar. Ertu konu, með píku? Ertu kona, að keppa í íþrótt? Ertu kona, í sturtu? Vertu velkomin í furðuheiminn þar sem þú ert kona, við hlið karlmannslíkama. Þegar þú keppir. Þegar þú afklæðist og baðar þig. 

Kannski er þessi furðuheimur að hverfa, og ég vona það, en á meðan vona ég að menn standi upp og mótmæli því að refurinn sé sendur í hænsnabúrið til að leggja sig. Það gæti endað illa.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Það skemmtilegasta við kvenréttindin er að þegar islam verður orðið að alheimstrúarbrögðum þá leysist þetta sjálfkrafa. Þá fáum við aftur feðraveldi.

Skammvinnt verður því ofríki kvenna.

Þangar sækir klárinn sem hann er kvaldastur.

Ingólfur Sigurðsson, 7.4.2025 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband