Fimmtudagur, 3. apríl 2025
Mannfórnir
Sumir velta því fyrir sér hvers vegna Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér ráðherraembætti.
Var það vegna gamalla ástarmála? Nei, því hún veit betur en RÚV hvað er satt og rétt í því máli. Það ætti enginn að svo mikið sem blikka þegar RÚV heldur einhverju fram.
Var það vegna afsláttar banka á húsi? Kannski, en ég held nú að fólki finnist bara ágætt að bankar hirði aðeins minna og að fólk fái aðeins meira, og þótt það sé fréttnæmt þá veldur það engu uppnámi. Allir eiga þennan ættingja sem togar í spotta fyrir mann án þess að hafa hátt um það. Sumir vinna í banka. Stundum kemst það upp, en oftast ekki.
Eftir stendur hið augljósa: Þrýstingur á að segja af sér vegna einhvers annars. Kannski andstöðu við ríkisstjórnarfrumvarp sem gefur Evrópusambandinu sjálfkrafa aðgang að íslensku löggjafarvaldi. Kannski andstöðu við enn einn landsbyggðarskattinn sem tæmir seinustu sjávarþorpin af vinnustöðum. Kannski eitthvað annað. En óþægur ljár í þúfu þurfti að hverfa á braut.
Það er jú valkyrjustjórn, og hvað er valkyrja? Úr Gylfaginningu:
Þessar heita valkyrjur. Þær sendir Óðinn til hverrar orustu. Þær kjósa feigð á menn og ráða sigri. Gunnur og Rota og norn hin yngsta er Skuld heitir ríða jafnan að kjósa val og ráða vígum.
Valkyrjur ráða því hverjir falla í baráttu og þær völdu Ásthildi Lóu. Sjaldan hefur nafn á ríkisstjórn verið meira við hæfi. Spurningin er ekki hvort þær hafi nú þegar fellt fyrsta liðsmanninn heldur hver er næstur.
Stjórnarandstöðuflokkarnir þurfa ekki að eyða krónu í næstu kosningabaráttu. Fylgið sópast að þeim dag frá degi í boði ríkisstjórnarinnar. Sama á sér raunar stað í Reykjavík. Skrýtnir tímar valkyrja og kryddpía verða bráðum fyndin og sorgleg minning um skort á fagmennsku í íslenskum stjórnmálum.
![]() |
Ýjar að Ásthildi Lóu hafi verið fórnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.4.2025 kl. 14:54 | Facebook
Athugasemdir
Þetta var kaldrifjað mannorðsmorð og pólitísk aftaka þar sem Ásthildur Lóa var saklaus hrakin til að hengja snöruna um eigin háls. Það voru svo Inga Sæland, Kristrún Flosadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem spörkuðu stólnun undan fótum hennar syngjandi hósanna og halelúja og máríubænir um það hvað hún væri frábær í alla staði. Og mikil hetja.
Þessum þremur var í lófa lagið þegar málið kom upp á fimmtudeginum að slá járnhring um samstarfskonu sína og systur og verja hana með kjafti og klóm í einn sólarhring meðan málin voru að skýrast. Þetta gerðu þær ekki. Það skeði svo á föstudeginum og um helgina. Á mánudeginum var öllu heiðarlegi fólki ljóst að málið var hreinn tittlingaskítur og fullkominn óþarfi fyrir Ásthildi Lóu að segja af sér á sunnudeginum. Af hverju lá svona mikið á að láta hana segja af sér á Bessastöðum strax á sunnudeginum? Var það af því að samsærisfólkið vissi að það moldin myndi hætta að rjúka í logninu á mánudeginum?
Á mánudeginum var skaðinn skeður og Ásthildur Lóa ekki lengur ráðherra..
Hvers vegna í ósköpunum vörðu þær hana ekki? Inga, Kristrún og Þorgerður. Af hverju eyðilögðu þær hana með þessum hætti? Var hún ekki nógu fín fyrir þær? Var hún orðin ógn við Ingu Sæland sem vildi losna við hana?
Og hvar voru allir þingmenn stjórnarflokkanna? Af hverju mótmælir enginn svívirðunni og fólshættinum?
Og hvers konar manneskja er þessi Inga Sæland sem getur ekki staðið með eigin fólki þegar að því er sótt með ómaklegum hætti en fer í staðinn fram með fleðulátum og falsi sem allir sjá í gegn? Ekkert heiðarlegt og sómakært fólk ætti að koma nálægt þessu fyrirbæri sem kallast Flokkur fólksins og alls ekki taka þar sæti á listum. Þar er fólk tekið af lífi fyrir minnstu sakir, logið upp á það og það síðan rekið úr samfélaginu. Muna annars ekki hvernig farið var með valinkunna heiðursmenn á Akureyri sem settust í bæjarstórn þar fyrir þennan flokk eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar og voru þremur mánuðum síðar gerðir ærulausir af Ingu Sæland og Guðmundi Inga Kristinssyni? Fengu ekki einu að koma á fund til að verja sig. Bara stútað - eins og gert var við Ásthildi Lóu.
Það sjá allir í gegnum þetta.
Oft hafa íslensk stjórnmál verið sóðaleg en hið skítlega eðli þeirra hefur náð sínu lágmarki í þessu máli.
Þáttur falsfréttamiðilsins RUV er svo annar kapítuli. Hvers vegna er ekki búið að reka fréttastjórann, fréttamanninn sem vann "fréttina" og þann sem var vaktsjóri þegar þessi svívirðilegi "fréttaflutningur" fór í loftið?
Grímur Kamban (IP-tala skráð) 3.4.2025 kl. 17:54
Hvers vegna er ekki búið að loka RÚV? Það væri nú ekki úr vegi að ræða það hvort þessar óvönduðu falsfréttir séu örugglega margra milljarða virði á ári. Er þórðargleði landans svo mikil að við neyðumst til að halda þessu gangandi?
Kristinn Bjarnason, 3.4.2025 kl. 19:25
Sæll Geir.
Að baki allra stórafreka er hreykin eiginkona og undrandi tengdamóðir?!
Guðni Björgólfsson, 4.4.2025 kl. 17:23
Eða hún fékk herfilega ráðgjöf um hvernig ætti að bregðast við
Hringja og fara svo heim til fólks að kvöldlagi
Skrifa langloku og útlista nákvæmlega hvernig sín persónulegu mál og tilfinningar voru fyrir 35 árum
Eftir það var sjálfhætt
Grímur Kjartansson, 4.4.2025 kl. 17:53
Ég er helst á því að þar sem nöfn Helgi Seljan (á Rúv) og Þórðar Snæs (nú Samfylkingunni) tengjast þar verður til samsæri. Inn í þann kokteil blandast sjálfsupphafning Kristrúnar, aggresjón Þorgerðar og óheilindi Ingu gagnvart eigin þingmanni.
Ragnhildur Kolka, 5.4.2025 kl. 09:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning