Trump tekinn til fyrirmyndar

Margir hneykslast á samningatækni Bandaríkjaforseta, Donald Trump, sem hótar tollum hingað og þangað og býst svo við símtali þar sem honum er boðið eitthvað til að hverfa frá slíkum áformum. Með þessu móti hefur honum tekist að ná ýmsum markmiðum sínum sem menn geta vitaskuld haft skoðanir á, sem og þeim markmiðum sem hann heldur núna úti með hótunum sínum.

Þeir sem gagnrýna Trump geta auðveldlega gert það með málefnalegum rökum. Tollar eru slæmir, ekki satt? Hótanir eru ekki falleg leið til að tjá sig, ekki satt? Samningar ættu að fara fram af yfirvegun en ekki í skjóli hótana, ekki satt?

Og við Evrópumenn vitum auðvitað betur en þessir vitleysingar í bandarískum stjórnmálum, ekki satt? Varnarlausir og skuldum vafnir eins og við erum í visku okkar.

En hvað gera íslensk yfirvöld? Jú, það sama og Trump. Núna vofir yfir sjávarútvegi og sérstaklega fiskvinnslu alveg svimandi skattahækkun sem mun vissulega bitna á öllum sjávarútveginum en aðallega smærri aðilum og fyrirtækjum sem þurfa hráefni úr landvinnslu. Á meðan keyrir forsætisráðherra um og telur holur í vegum og segir að skattahækkanirnar muni renna í að laga þær. 

Vilja menn ekki laga vegina? Bæta innviðina? Styðjið þá við skattahækkanir á sjávarútveg!

Er til einhver önnur og betri skattahækkun? Bentu þá á hana því annars verða vegirnir ekki lagaðir! 

Ef Trump vissi af þessari aðferðafræði íslenskra yfirvalda myndi hann eflaust henda í hrós á samfélagsmiðlum.

Gerum betur.


mbl.is Skortir greiningu á afleiðingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Î ljôs hefur komið' að "The Art of the Deal" er ekkert annað en uppskrift fyrir "blackmail." Þríeykið sem stýrir landinu hefur greinilega kynnt sér bókina og tileinkað sér innihaldið. En allt sem þarf er að skera fitulagið, sinna grunn verkefnum, leggja niður stofnanir og segja upp óþarfa "sérfræðingum."

Ragnhildur Kolka, 2.4.2025 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband