Prófessorinn sem andar með nefinu

Ég hef áður nefnt það á þessari síðu hvað ég er ánægður með yfirvegaðar og rökfastar stjórnmálaskýringar Hilmars Þórs Hilmarssonar, prófessors við Háskólann á Akureyri, sem birtast reglulega á vef DV. Þar er einfaldlega bent á samhengi hlutanna, sögulegan aðdraganda og raunhæfar væntingar til ýmissa viðburða líðandi stundar. Sumt af því sem hann nefnir hefur fengið lítið pláss í íslenskum og jafnvel vestrænum fjölmiðlum en rímar ágætlega við heimildir sem finnast utan við það þrönga skoðanarými. 

Þar með er ekki sagt að vestrænir fjölmiðlar séu verstir allra og aðrir betri. En fjölmiðlar víða, innan og utan Vesturlanda, telja sig alltof oft vera einhvers konar uppalendur sem hafa það hlutverk fyrst og fremst að rökstyðja eina samþykkta skoðun, og láta sem minnst bera á mótbárum við hana. Að þessu leyti má alveg flokka hina íslensku fréttastofu RÚV og hina rússnesku fréttastofu TASS sem opinber málgögn sem duga ekki til að fá einhvers konar heildarmynd eða samhengi hluta en þeim mun meira af afstöðu yfirvalda.

En auðvitað er eitt nokkuð afgerandi atriði sem aðskilur Vesturlönd og flesta aðra menningarheima og það er málfrelsið. Það er hægt að kynna sér fleiri en eina hlið mála með því að stíga aðeins utan við girðingu sjónvarpsfréttatímans. Meira að segja aðfarir vestrænna yfirvalda á veirutímum gegn óháðum og gagnrýnum röddum dugðu ekki til að þagga niður í öllum. Sumir af þessum hefðbundnu fjölmiðlum á Íslandi birtu meira að segja pistla þar sem ágæti árása ríkisvaldsins á samfélagið og hagkerfið var dregið í efa. Og nema menn séu staddir í Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Ástralíu og Kanada - svo dæmi séu tekin - eru líkurnar á að lenda í steininum fyrir friðsama orðræðu litlar á Vesturlöndum. Fjölmiðlar eru að því leyti ágætir en ekki fullnægjandi farartæki tjáningar þótt samkeppni þeirra um neytendur stuðli einstaka sinnum að því að þeir birti efni sem setur hluti í samhengi frekar en að klappa bara fyrir hinni opinberu línu hverju sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hilmar er ágætur penni og ekki er allt alvitlaust sem hann segir. Það er auðvitað spurnig um hvort fólk hafi dug í að standa í lappirnar eða lippast niðu við minnstu ógn.  Eða ein og Laxness sagði, betra er að vera barinn þræll en feitur þjónn.

Hvað ert þú? barinn þræll eða feitur þjónn?

Bjarni (IP-tala skráð) 30.3.2025 kl. 19:05

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Held ég svari því nú bara með einni setningu:

Óbólusettur gegn COVID-19.

Geir Ágústsson, 30.3.2025 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband