Föstudagur, 28. mars 2025
Nýr dagur, ný þvæla
Á nánast hverjum degi, en a.m.k. í hverri viku, ratar í fréttirnar eitthvað nýtt mál þar sem kjörinn fulltrúi gerir sig að fífli, segir einhverja vitleysu eða afhjúpast í einhverju baktjaldamakki. Innreið Flokks fólksins í ríkisstjórn hefur verið mikil uppspretta slíkra frétta en borgarfulltrúar Reykjavíkur láta ekki sitt eftir liggja. Ekki ætla ég að fara út í hvert og eitt mál hérna en fæ það almennt á tilfinninguna að fagmennskuna skorti alveg. Stjórnmálin hafa laðað að sér fólk sem veldur ekki álaginu eða ábyrgðinni og því fer sem fer. Ósköp venjulegt fólk sem hefur rekið heimili og komið börnum á legg og tekist vel upp, en bugast nú í sviðsljósinu.
Spurningin er þá: Hvernig má laga ástandið?
Er það með því að hvetja kjörna fulltrúa til að taka hlutverk sitt alvarlegra? Að sinna vinnunni og spara samfélagsmiðlana? Að eyða tímanum í að lesa skjölin frekar en senda fyrirspurnir?
Er það með því að ábyrgir fulltrúar sem geta staðið á sínu undir stækkunarglerinu sýni gott fordæmi? Tali af yfirvegun, klæði sig snyrtilega og forðist að varpa skít á annað fólk eða heilu afkima samfélagsins?
Er það með því að kjósendur geri einfaldlega meiri kröfur en nú er? Sendi póst á kjörna fulltrúa og hvetji þá til að innleiða meiri fagmennsku í vinnuna, bera sig vel og hegða sér eins og fullorðið fólk?
Kannski er svarið bara að fá fleiri hægrimenn á þing og í ráðhúsin. Fólk sem togast aðeins í íhaldssamari átt og hefur minni áhuga en aðrir á að brenna upp launafé skattgreiðenda og aflafé stöndugra fyrirtækja. Fólk sem vaknar snemma á morgnana, fer í snyrtileg föt og lærði góða mannasiði í æsku.
Er það málið?
![]() |
Misbauð hegðun borgarfulltrúa: Ég biðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mig hlakkar til eftir hverjum nýjum degi út af svona löguðu.
Ásgrímur Hartmannsson, 28.3.2025 kl. 17:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning