Miðvikudagur, 26. mars 2025
Hversu hratt er hægt að stöðva hallarekstur?
Enn og aftur kemur einhver þvæla út úr fjármálaráðuneytinu um að hallarekstur ríkissjóðs verði stöðvaður á einhverju ári í framtíðinni. Þar með hætti ríkisvaldið að keppa um lánsfé og þrýsta vöxtum upp. Þar með hætti kynslóðir framtíðarinnar að sjá skuldabaggann á herðum sínum vaxa. Þar með verði hægt að fjármagna ríkisvaldið með skattfé en ekki lánsfé.
Þessu trúir væntanlega enginn lengur. Til að stöðva hallarekstur þarf að lækka útgjöld niður fyrir tekjur og til að borga niður lánin þarf að lækka útgjöldin enn meira. Þetta á sérstaklega vel við þegar skattar verða ekki hækkaðir frekar nema á kostnað þúsundir starfa, sem ríkisstjórnin virðist nú samt ekki hika við að gera.
Til að stöðva hallarekstur þarf að koma verkefnum úr höndum hins opinbera og í hendur annarra, eða hreinlega hætta að sinna þeim. Það er hægt að fækka reglum og þar með leyfum og allir spara. Það er hægt að leggja niður tilgangslausar nefndir og heilu ríkisstofnanirnar og færa þau verkefni sem er talið nauðsynlegt að sinna annað. Heilu ráðuneytin geta orðið að skrifstofum innan annarra ráðuneyta. Það er hægt að draga til baka loforð um að fjármagna vopnuð átök, klúður erlendra ríkja í sinni hagstjórn og aðför að notkun hagkvæmra orkugjafa. Það er hægt að verja landamærin og þar með velferðarkerfið (og raunar samfélagið).
Það er hægt að gera svo margt á stuttum tíma og stöðva hallarekstur á vikum frekar en árum.
Sem segir okkur að það er engin alvara á bak við að segja að árið 2028 hætti íslenskir skattgreiðendur að safna skuldum í skiptum fyrir ekkert. Nú fyrir utan að stjórnmálamenn á Íslandi uppskera aldrei atkvæði þegar þeir kjósa neitandi gegn fjármögnun gæluverkefna og sóunar. Íslenskir kjósendur sjá til þess. Því fer sem fer.
Því miður, en óumflýjanlega, því af hverju að hætta að drekka ef það þýðir bara leiðigjarnir timburmenn í kjölfarið?
![]() |
Markmið um að stöðva hallarekstur hins opinbera |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:02 | Facebook
Athugasemdir
DOGE sýnir okkur hvað er hægt: https://doge-tracker.com/
Nú þegar eru þeir búnir að spara hverjum US skattgreiðanda $800.
Tók ekki langan tíma.
En tilgangurinn með DOGE er göfugur. Mennirnir á bakvið tjöldin eru göfugir, gáfaðir.
Íslenska ríkið er ekkert rekið á neinum göfugum eða gáfulegum forsendum.
Ásgrímur Hartmannsson, 26.3.2025 kl. 19:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning