Fréttin sem segir ekkert

Íslensk fangelsi eru yfirfull. Sá hóp­ur sem er í gæslu­v­arðhaldi sam­an­stend­ur af föng­um í lausa­gæslu sem alla jafna bíða áfrýj­un­ar dóm­stól­anna, fólki sem hef­ur verið synjað um land­vist­ar­leyfi og bíður brott­vís­un­ar og fólki í ein­angr­un vegna rann­sókn­ar­hags­muna.

En þetta segir okkur ekki neitt. Væntanlega er ákveðinn stöðugleiki í ákveðnum ástæðum fangelsisvistar og meiri breytileiki í öðrum. Áhugaverð frétt hefði kafað aðeins dýpra í það og jafnvel sagt frá langtímaþróun og annað gott. 

Eftir situr hugsunin: Eru það landvistarleyfin sem fylla fangelsin? Og af hverju? Þessu hefur kannski verið svarað, kannski ekki.

Það má alveg hrósa ýmsum fjölmiðlum á Íslandi fyrir að byrja taka hlutverk sitt alvarlega svo fjölmiðlaumhverfið sé ekki lengur bara vinstrisinnaðir miðlar að berja á hægrimönnum heldur mögulega líka miðlar að berja á öllum eða miðlar að berja á pólitískum rétttrúnaði. Mikið hefði verið gott fyrir almenning ef það hefði verið ástandið á veirutímum! 

En að segja bara frá alvarlegu vandamáli og þynna svo út raunverulega ástæðu þess er verra en engin frétt. Frétt sem segir ekkert.

Kveðja, frá einum sem langar að vita hvað er raunverulega í gangi.


mbl.is Fangelsi smekkfull: 70 í gæsluvarðhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband