Laugardagur, 22. mars 2025
Heilaþvegnir nothæfir vitleysingar
Vel skipulögð og vel fjármögnuð mótmæli við Teslu-stöðvar og -sölustaði eiga sér nú stað víðsvegar í Bandaríkjunum og skemmdarverkin eru gjörsamlega hömlulaus og virðing fyrir eignum og öryggi fólks engin. Að baki þessum mótmælum standa spillt hagsmunaöfl sem hafa gengið að fé skattgreiðenda sem vísum hlut og óttast að verið sé að skola beinagrindum þeirra úr skápnum. Þau ráða til verka nothæfa vitleysinga sem mála skilti þar sem segir að Elon Musk sé fasisti.
Þetta eru bandarísk innanlandsmál sem koma Íslendingum ekkert við og það olli mér því gapandi undrun að sjá nokkra af nothæfu vitleysingunum stofna til mótmæla við Teslu-umboðið á Íslandi, væntanlega alveg launalaust.
Það trúir því ekki nokkur maður að Elon Musk sé fasisti, hvorki í upprunalegu skilgreiningu hugtaksins (ríki og stórfyrirtæki reki í sameiningu samfélagið og eignarétturinn ekki til í raun) eða þeirri nútímalegu (allir sem vilja ekki gelda börn og galopna landamærin eru fasistar). Að baki bandarísku mótmælunum standa ekki aðilar sem eru í raun að berjast gegn fasisma, heldur aðilar að verja eigin ítök í rotnu kerfi sem er verið að taka til í.
Það eina sem má hrósa nothæfu vitleysingunum á Íslandi fyrir er að mótmæli þeirra virðast vera friðsöm. Engir mólatoff-kokkteilar við fjölfarnar götur eða íkveikjur í íbúðarhverfum. Bara skilti, og bara 10 hræður.
Þótt ég sjái sjálfur ýmsa galla við rafmagnsbíla eins og Teslurnar þá vona ég nú samt að almenningur á Íslandi láti ekki breyta ákvörðunarmyndun sinni á neinn hátt til að þóknast spilltum, bandarískum auðkýfingum með báðar lúkur djúpt í vösum skattgreiðenda.
![]() |
Mótmæli fyrir utan Tesla-umboðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta var um miðjan dag þegar mesta lýsingin er á Íslandi og því gott myndefni
Á næturnar í myrkrinu lætur "góða fólkið" raunverulega til skara skríða
og fremur sín myrkraverk í þágu einhvers málstaðar sem enginn skilur
nema fólk sem fær fullnægingu við að mótmæla bara hverju sem er
eins og klárlega má sjá á taktföstum hoppum hópsins sem minnir óneitanleg á vissar líkamlegar athafnir
Grímur Kjartansson, 22.3.2025 kl. 23:04
Þökkum bara fyrir að þessi gerpi kveiktu ekki í pleisinu.
Þau litu út fyrir að vera nógu woke til að era necropedo.
Ásgrímur Hartmannsson, 23.3.2025 kl. 00:23
Það er mörgum heitt í hamsi þarna í Trumpistan. Og þá ekki síst þeir kjósendur sem telja sig illa svikna, blekkta og hafða að fíflum. Niðurskurður Musk er að koma af fullri hörku niður á kjósendum Trumps umfram aðra. En margir þeirra reiða sig á bætur, niðurgreiðslur lyfja, eftirlaun og störf sem Musk hefur beitt keðjusög sinni á. Og miklar verðhækkanir, sem ekki sér fyrir endann á og eru þvert á kosningaloforð, eru ekki til að bæta skapið. Góðærið sem var lofað verður víst bara fyrir milljarðamæringa sem fá skattalækkanir og, eins og Musk, feita samninga við ríkið. Aðrir fá kreppu.
Vagn (IP-tala skráð) 23.3.2025 kl. 12:57
Mitt innlegg er nú bara málfræðilegt að þessu sinni. "Nothæfir vitleysingar" er ágætis þýðing á því sem á ensku kallast "useful idiots". Ef ég man rétt var þetta kallað "nytsamir sakleysingjar" í den.
Wilhelm Emilsson, 23.3.2025 kl. 19:38
Wilhelm,
Þú ert gjafmildur. Ég sé hóp fólks sem er mögulega greindur en líka vitlaus, og nothæfur þótt hann fái ekkert borgað. Nothæfir vitleysingar. Ekki sakleysingjar og mögulega mannhatarar inn að rótum.
Geir Ágústsson, 25.3.2025 kl. 20:27
Sæll, Geir:
Þín þýðing er nær ensku merkingunni og þeirri rússnesku held ég líka. Mögulega er háð í upprunalegu íslensku þýðingunni, "sakleysinginn" er "einfeldningur", "kjáni".
Wilhelm Emilsson, 25.3.2025 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning