Þegar eitthvað flókið verður einfalt

Sumt er flókið og erfitt að skilja. Sumt er einfalt og flókið að skilja. Sumt er einfalt og einfalt að skilja. Sumt er flókið og einfalt að skilja.

Þetta síðastnefnda, að eitthvað sé flókið en einfalt að skilja, er það sem ég vil ræða núna. Hvernig stendur á því að hið opinbera spænir sig í gegnum sífellt stærri upphæðir án þess að skila af sér betri þjónustu, innviðum og lífskjörum? Jú, því á botni þess baðkars er niðurfall sem stækkar bara og stækkar.

Það skiptir ekki máli hvað þú dælir miklu fé í þetta baðkar ef niðurfallið stækkar í sífellu.

Sem dæmi: Stjórnir opinberra fyrirtækja. Auðvitað kostar stjórnarseta því með henni er aðgengi fengið að vitru og reynslumiklu fólki sem hefur brennt alla puttana oftar en einu sinni og hefur lært af þeim mistökum.

En stjórnarseta í opinberum fyrirtækjum? Hverja færðu í slíka? Kjörna fulltrúa! Fulltrúa sem kunna í mesta lagi á reiknivél af því það vildi svo til að einhver verðmætaskapandi einstaklingur úr atvinnulífinu ákvað að skera laun sín niður um 70% til að gerast stjórnmálamaður. Það gerist, en er sjaldgæft. 

Í þessum stjórnum er fólk sem kann lítið, veit lítið og nennir minna. Kjörnir fulltrúar hafa fyllt dagatalið sitt af fundum við aðra kjörna fulltrúa og nenna í mesta lagi að eyða klukkutíma eða tveimur á mánuði í að kynna sér málin áður en þeir mæta á fund og þiggja nálægt því 200 þúsund krónur á klukkutímann að ræða innkaup á slökkviliðsbúnaði eða viðbætur við höfn.

Gagnslaus og glórulaus sóun á fé og tíma allra, nema þeirra sem fengu borgað.

Um daginn var sagt frá því að stjórn Tryggingastofnunar væri hér með gufuð upp, og enginn fann fyrir neinum mun, nema mögulega þeir sem voru á spenanum. Þetta ætti að verða að skínandi fordæmi fyrir allar stjórnir allra opinberra eða hálf-opinberra stofnana og fyrirtækja. Stjórnir mannaðar málglöðum en innihaldsrýrum kjörnum fulltrúum mættu mögulega allar hverfa á einu bretti án annarra áhrifa en þeirra jákvæðu áhrifa að skattgreiðendur finna fyrir minni þrýstingi á veski sín.

Af hverju er hið opinbera botnlaus hít? Það er flókið mál, en hérna er dæmi um einfalda skýringu á því. Flókið mál en einfalt að skilja.


mbl.is Með 187 þúsund til 281 þúsund á tímann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband