Vel gert, ráðherra!

Það er þá kannski einhver alvara í því að vilja spara fé í íslenskri stjórnsýslu? Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur ákveðið að leggja niður stjórn Tryggingastofnunar. Við það sparast fé og ekkert tapast. 

Hvað ætli leynist margar svona gagnslausar og kostnaðarsamar stjórnir innan hins opinbera? Stjórnir sem hafa aðallega það hlutverk að veita atvinnulausum flokkssystkinum einhverjar aukakrónur og þá tálsýn að þau hafi eitthvað merkilegt til málanna að leggja. 

Og hvaða þóknanir er verið að veita? Hundruð þúsunda á mánuði fyrir einn fund og einn fjarfund á mánuði eins og eitt dæmið er um. 

Nú hlaða einkafyrirtæki vissulega á sig fitu líka en þar gilda aðrir hvatar. Þegar spikið er orðið of mikið þá myndast taprekstur. Við því er brugðist. Ég hef upplifað uppsagnarlotur þar sem um fjórðungi starfsmanna var sagt upp á einu bretti sem þýðir að allir sem eftir voru þekktu fjölda manns sem missti starfið sitt. Sárt, en nauðsynlegt. Og það segir mér enginn að hið opinbera þurfti 100% mannafla síns. Ef svo er þá er ástæðan langar boðleiðir, ákvörðunarfælni, skortur á umboði eða innbyrðis flækjur sem gera einföldustu mál langdregin og kostnaðarsöm.

Eins og afleiðingalaus uppgufun stjórnar Tryggingastofnunar er nú dæmi um.


mbl.is Inga leggur niður stjórn Tryggingastofnunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Sammála

og það er næsta víst

að einungis þeir sem sitja í þessum stjórnum munu sakna þeirra

Starfsmenn og viskiptavinir sjá engan mun 

en svo eru það embættismenn í æðstu stöðum hjá hinu opinbera sem sitja í stjórnum hjá einkafyrirtækjum t.d. forstjóri Landsvirkjunar

Grímur Kjartansson, 17.3.2025 kl. 19:07

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég er hissa núna.

Einhver gerði gagn.

Ásgrímur Hartmannsson, 17.3.2025 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband