Föstudagur, 14. mars 2025
Að fara í boltann, ekki manninn
Í fótbolta er regla þegar kemur að tæklingum: Ef tæklingin miðar á boltann en ekki manninn þá er hún lögleg, jafnvel þótt maðurinn sem var með boltann detti á rassgatið í kjölfarið. Fari tæklingin beint í manninn, og miðar á hann en ekki boltann, þá er gefin aukaspyrna eða spjald.
Reglan er sú að það sé í lagi að fara í boltann en ekki manninn.
Þetta má auðvitað heimfæra á mjög margt, en ég tek hérna stjórnmálin sem dæmi.
Segjum sem svo að einhver bendi á að milljónir af skattfé fossi úr sjóðum skattgreiðenda og inn á reikning lögfræðistofu af því að einhver yfirmaður innan sýslumannsembættisins, og meðeigandi sömu lögfræðistofu, hefur beint öllum ágreiningsmálum í ákveðna átt. Er sá sem afhjúpar þá svikamyllu glæpamaðurinn og ber að húðskamma fyrir að stuðla að lægri tekjum lögfræðinga, eða sá sem mjakaði milljónunum í eigin sjóði?
Væntanlega augljóst svar, en maður veit aldrei.
Þegar einhver hrópar að keisarinn sé nakinn er aldrei að vita hvort viðkomandi fái hrós eða skammir. Það virðist skipta meira máli hver hrópar en hvað hann hrópar. Þetta er ekki uppbyggilegt. Miklu frekar ætti að taka slíkar upphrópanir með fyrirvara, rannsaka sannleiksgildið og taka síðan næsta skref. Var rétt frá sagt? Var um lygi að ræða? Ef sá sem hrópaði var að ljúga má vitaskuld benda á að trúverðugleiki viðkomandi hafi skaðast. Hafi viðkomandi sagt rétt frá, þvert á andmæli ríkjandi viðhorfa, þá má hrósa fyrir að benda á nakinn keisara.
Að fara í boltann en ekki manninn er samt ekki í tísku.
Þetta blasir við þegar evrópsk fjölmiðlaumfjöllun um bandarísk stjórn- og samfélagsmál ber á góma. Þar skiptir eingöngu máli hver sagði hvað, en ekki hvað viðkomandi sagði.
Þetta blasir við þegar fjölmiðlar utan Þýskalands fjalla um stjórnmál í Þýskalandi, og vilja meina að fjórðungur Þjóðverja sé orðinn að öfgahægrimönnum.
Þetta blasir við þegar við fjöllum um orkuframleiðslu og væga gagnrýni á að treysta algjörlega á vindinn, vatnið og sólina til að hita hús og knýja skip, bíla, ljósaperur og eldavélar.
Það er gaman að horfa á fótboltaleik þar sem leikmenn fara í boltann en ekki manninn. Kannski eru flestir sammála því en finnst svo hið gagnstæða eiga betur við þegar kemur að því að ræða stjórnmál og samfélagsmál. Þá það, en ég reyni að fylgja fótboltareglunum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:04 | Facebook
Athugasemdir
Um daginn var mislingfaraldur í Texas
að sjálfsögðu var sparkað í Trump vegna þess
Þó svo allir hugsandi menn viti að bólusetningar eru langtímaverkefni og Trump er bara búinn að vera í embætti í nokkra daga
En svo birtist frétt hjá SVT um að mislingatilfellum hafi fjölgað meir en nokkurn tíman áður í EVRÓPU
https://www.svt.se/nyheter/inrikes/kraftig-okning-av-massling-i-europa-hogsta-antalet-fall-pa-25-ar?fbclid=IwY2xjawJCoAFleHRuA2FlbQIxMQABHSvmsEhVy-asf7nyMNgw3FJy2-OARpEk1gj1po_q8MJwJ87RX37TRjZLnQ_aem_ZatBJ2Qv_YyGUy1vM3blRQ
En enginn tæklar Ursulu von der Leyen
Grímur Kjartansson, 15.3.2025 kl. 18:09
Sæll Grímur,


Hvar er vísindaleg sönnun fyrir því að þetta MMR- bóluefnið hafi virkað, þar sem að þetta svokallaða bóluefnaeitur er þekkt fyrir að valda svona aukaverkunum, svo og alvarlegum aukaverkunum, þú?
"83 Cases of Autism Associated with Childhood Vaccine Injury Compensated in Federal Vaccine Court"
"MMR Causes Autism – Another Win In US Federal Court"
"Mother wins MMR payout after 18 years"
"Vaccine Court Awards Millions to Two Children With Autism
huffingtonpost.com"
"Courts discreetly confirm MMR vaccine causes autism"
"Truth In Media: Vaccine Court and Autism Cover-up Exposed"
" Italian Court Rules MMR Vaccine Caused Autism: US Media Blacks Out Story"
"22 Medical Studies That Show Vaccines Can Cause Autism"
"Scientific Evidence: 15 PubMed studies show a link between vaccines & autism"
"30 SCIENTIFIC STUDIES THAT DEMONSTRATE VACCINES CAN CAUSE AUTISM"
"Scientists Expose A 30 Year Government Vaccination Cover-up"
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 15.3.2025 kl. 19:52
"Institute of Medicine adverse reactions report admits MMR vaccines cause measles, seizures, anaphylaxis and other health problems."
"What they won't admit about measles outbreaks: Most children who catch measles were already vaccinated"
"Vaccine fraud exposed: Measles and mumps making a huge comeback because vaccines are designed to fail, say Merck virologists"
"Please READ!! Help recognize that there are adverse reactions to vaccines"
"This Study Reveals Children are Being Vaccinated With Toxic Levels of Aluminium Causing Neurological Damage and Autism"
"42.5% Adverse Drug Reaction reports caused by VACCINES"
"Dangers Associated With Vaccinations Have Been Withheld From Public For 30 Years. Here Are The Documents"
"MMR vaccine kills another baby in Belgium"
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 15.3.2025 kl. 20:02
Hún er ærandi þögn þín um valdarán CIA í Serbíu. CIA með nákvæmlega sama plottið og í Úkraínu 2014. Sofandi á verðinum? Eða kannski ekki alvitlaus.
Bjarni (IP-tala skráð) 16.3.2025 kl. 10:06
Auðvitað ekkert svar. Það er sama hvenær er komið að kofanum, hann er altaf tómur.
Bjarni (IP-tala skráð) 16.3.2025 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.