Fimmtudagur, 13. mars 2025
Ekkert-að-marka stéttirnar
Það er ánægjulegt að sjá allskyns stjórnmálamenn, ýmis yfirvöld og opinberar stofnanir og jafnvel leyniþjónustur smátt og smátt viðurkenna að aðgerðir gegn veiru voru sóun á tíma og fé, orsökuðu fleiri vandamál en þær leystu, skildu eftir sig sviðna jörð sem tekur mörg ár að gróa og komu ekki í veg fyrir neitt slæmt á meðan margt gott var sett í ruslatunnuna.
En hverjir eru það sem tjá sig nú þegar sönnunargögnin hrannast upp? Jú, þeir sem klöppuðu fyrir aðgerðunum á sínum tíma, eða framfylgdu þeim, eða þögðu bara.
Er eitthvað að marka þetta fólk? Nei.
Er þetta fólkið sem er hægt að treysta á til að greina atburði líðandi stundar í dag? Nei.
Það lá fyrir, í rækilega ritrýndum vísindarannsóknum, vorið 2020, að þessi veira væri ekki meiri ógn við mannkynið en skæð flensa, og jafnvel vægari en það fyrir flesta aldurs- og sjúklingahópa.
Vorið 2020.
Næstu tvö ár fóru samt í að loka og læsa, banna, ritskoða og eyðileggja alla gjaldmiðla með peningaprentun og mokstri á auði úr vösum skattgreiðendum í vasa hluthafa hjá stórum lyfjafyrirtækjum og skjólstæðinga þeirra.
Það er fínt að vera vitur eftir á, og neyðast til að segja satt án þess að biðjast afsökunar og sýna fram á betri dómgreind í dag. En það er engin dyggð.
Sérfræðingarnir, fjölmiðlarnir og stjórnmálamennirnir brugðust í slíkum mæli að traust á þessum talandi stéttum er hvað mig varðar horfið, með örfáum undantekningum.
Samsæriskenningar og raddir þeirra ritskoðuðu höfða frekar til mín, a.m.k. til að hjálpa mér að móta afstöðu.
Ekkert-að-marka stéttirnar eru bara það: Stéttir sem er ekkert að marka.
![]() |
Daði: Vafasamt met Íslands með covid-aðgerðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning