Miðvikudagur, 12. mars 2025
Áhugamenn
Það kemur ekki sjaldan fyrir að ég hugsi með mér að stjórnmálastéttin á Íslandi sé mönnuð að miklu leyti af áhugamönnum, þ.e. fólki sem veit ekki alveg hvað það er að gera, hvernig á að skila af sér vinnu og hvernig á að taka skynsamlegar ákvarðanir. Auðvitað á ekki að taka einstaka fréttir af eintaka klúðri of langt og byrja að alhæfa um alla byggt á klúðri fárra, en að nokkrar fréttir á viku fái mig til að hugsa svona kemur mér einfaldlega á óvart.
Kannski laða stjórnmálin að sér of marga sem hafa enga reynslu í atvinnulífinu eða raunhagkerfinu þar sem samskipti þurfa að vera í lagi og samvinna sömuleiðis því annars tapast mikið fé og mikill tími.
Kannski er of auðvelt að gerast stjórnmálamaður á Íslandi - of margir lausir stólar miðað við mannfjölda. Sveitastjórnarstólarnir eru margir og ráðherraembættin mörg. Allir hafa svo sína aðstoðarmenn og ráðgjafa, skrifstofustjóra og varamenn. Ég sé fyrir mér skipurit með 100 einstaklingum þar sem 40 af þeim sitja í stjórnendastöðum, 20 þeirra mynda stoðdeildir og eftir standa 40 einstaklingar til að halda uppi öllu saman.
En þarf ekki lög og reglur? Ekki viljum við ringulreið! Það þarf að gefa út leyfi og halda úti eftirliti svo menn byggi ekki svalir sem hrynja eða steiki kjúklinginn of lítið, ekki satt?
Gott og vel, en hérna missir kerfið líka marks. Fólk úti í bæ er látið hamast svo mánuðum og árum skiptir að sækja um allskyns leyfi sem engu skipta á meðan á öðrum stað rís risavaxinn veggur sem skyggir á heilt fjölbýlishús. Fyrirtæki eru kaffærð í eftirlitsmönnum á meðan hvergi sést til lögreglumanns.
Stækkunarglerið er á einu auganu en leppur á hinu og kerfið labbar í hringi í kringum sjálft sig.
Það væri kannski til ráða að fækka töluvert öllum þessum stólum og stofnunum, fækka reglum og færa þær nær heilbrigðri skynsemi og krefjast þess að frambjóðendur sýni starfsferilskrár sínar þegar þeir sækjast eftir kjöri. Mig grunar að að gæti bætt aðeins úr áhugamennskunni sem virðist ríkja núna.
![]() |
Töldu það ekki sitt að upplýsa bæjarstjórann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:16 | Facebook
Athugasemdir
Það er stórskemmtilegt að fylgjast með Trump í baráttunni við spillinguna sem er búin að grassera í Bandaríkjunum og um öll vesturlönd. Ég geri mér töluverðar væntingar um árangur sem gæti smitast til Íslands. Gengdarlaust virðingarleysi fyrir skattfé Íslendinga verður að stöðva. Lítið dæmi: 5800.000.000.- til Úkraínu á bara þessu ári til að framlengja ógeðslegu stríði. Ég tel afar líklegt að þessir fjármunir lendi í einhverjum vösum útvaldra. Þetta er hreinn og klár þjófnaður. Það er ekki hægt að ganga út frá því að ráðamenn séu einfeldningar.
Kristinn Bjarnason, 12.3.2025 kl. 17:21
Það þarf 1500 manns til þess að fjármagna þennan peningaaustur til Úkraníu, bara svo það sé sett í samhengi.
Ásgrímur Hartmannsson, 12.3.2025 kl. 18:27
Trump þarf að hafa hraðar hendur áður en tekst að tæta og brenna öll sönnunargögnin um spillinguna.
"Shred And Burn All Documents": USAID Staff Ordered To Destroy Evidence On Tuesday | ZeroHedge
Beinagrindurnar byrja bráðum að hrynja úr skápunum og halda áfram að gera það í einhver ár.
Geir Ágústsson, 12.3.2025 kl. 18:37
Mikið ofboðslega er þetta aumkunarverðu höpur sem eltir rassgatið á órangútanum. Slefandi hálfvitar sem láta sig engu varða staðreyndir og siðferði.
Hér er pistlahöfundur að fagna því að ŕíkasta ríki heims hafi skorið niður alla aðstoð við fátækusta fólk heims. Þvílíkt úrhrak. Getur hann nefnt það i fáum orðum hvers vegna USAID ætti að vera sólunda fé í etthvað sem ekki þolir dagsljósið. Það er nú einu sinni þannig að fjárframlög til annarra er ætlað að skila einhverju til baka. En auðvitað getur siðleysinginn ekki komið með neitt slíkt að borðinu.
Honum nægir að vísa í einhverjar lygar og þvaðra fjálglega um stórkostlegann árangur doge sem stýrt er af döpista og mannað með tvítugum krakkaormum.
Bjarni (IP-tala skráð) 13.3.2025 kl. 22:10
Bjarnir,
Af hverju starfsmenn USAID eru að fela slóð sína er mér hulin ráðgáta. Kannski er eldur þar sem er reykur.
Ég bjóst kannski við að þú gætir upplýst okkur aðeins frekar.
Nú fyrir utan að ef einhver er með stafla í beinagrindum af skápnum og einhver bendir á það, skiptir þá meira máli hver benti á það en hverjir fylltu skápana af beinagrindum?
Geir Ágústsson, 13.3.2025 kl. 22:15
Afsakaðu orðbragðið í fyrra svara, þú átt ekkert slíkt skilið.
En ég þarf að sjá hvaða tilgangi það gæti mögulega þjónað að moka peningum í einhverjum óskilgreindum tilgangi í eitthvað spillingardæmi ef enginn þeirra sem úthluta fjármununum hagnast með einhverjum hætti. Það einfaldlega meikar engan sense.
Ef þú finnur eitthvað slíkt þá skal ég endurskoða afstöðu mína, en þar til .....
Bjarni (IP-tala skráð) 13.3.2025 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.