Föstudagur, 7. mars 2025
Frétt: Foreldri hefur ekki fengið að sjá börnin sín í marga mánuði þrátt fyrir úrskurð
Í frétt á DV er sagt frá foreldri sem hefur ekki fengið að sjá börnin sín í marga mánuði þrátt fyrir úrskurð um annað.
Eða eitthvað sem margir vinir og kunningjar mínir kalla venjulegan virkan dag.
En þeir eru feður. Þeirra mál rata ekki í fréttir. Í mörg ár hefur félag um foreldrajafnrétti bent á framkvæmd yfirvalda í forræðismálum og og hvernig hið opinbera beitir sér, eða beitir sér ekki þegar það ætti að beita sér, til að stuðla að föðurleysi barna.
Þetta hefur hingað til ekki þótt fréttnæmt en núna er það móðirin sem verður fórnarlamb kerfisins og þá er slegið í stóra fyrirsögn.
Um leið leiðir þetta hugann að aðeins stærra samhengi: Þeim fjölmörgu fréttnæmu málum sem blaðamenn gætu hæglega tekið upp á arma sína, fengið út á það mikla athygli og jafnvel verðlaun, og væri um leið þjóðþrifaverk að fjalla ítarlega um. Mál sem hanga lágt á trénu og er auðvelt að týna ef einhver þorir: Aðskilnaðarstefna yfirvalda fyrir fráskilda feður og börn þeirra, bruðl með almannafé, byrlunarmál á Efstaleiti (mál sem hefur loksins komist lengra en bloggsíðurnar), baktjaldamakk með lóðir Reykjavíkur (að einhverju leyti komið fram), dauðsfallafaraldur í kjölfar mRNA-sprautnanna og margt annað.
Kannski þarf bara að finna í öllum þessum dæmum karlmann sem braut á konu. Sýslumann af karlkyni sem neitaði konu um umgengni við barn. Lækni af karlkyni sem skaddaði konu með sprautu. Karlmann sem skipulagði byrlun á kvenmanni. Er það málið? Eða hvaða aðrar kröfur gera blaðamenn til að leggja í umfjöllun á viðkvæmu máli?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:09 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning