Borgarstjórn: Ekki fleiri leikskóla í Reykjavík

Reykjavíkurborg vill reyna að banna einkafyrirtækjum að byggja og reka eigin leikskóla. Slíkt gæti jú leitt til betri kjara fyrir menntaða leikskólakennara og það er vandamál. Slíkt gæti veitt börnum leikskólapláss í stað þess að hafa ekki slíkt og það er vandamál. Slíkt gæti fært umsjón á börnum úr höndum opinberra starfsmanna og í hendur starfsmanna einkafyrirtækja og það er vandamál.

„En það er skort­ur á kenn­ur­um. Það er eitt. Það er skort­ur á leik­skóla­kenn­ur­um og það er stærsti vandi leik­skól­anna í dag,“ segir mennta- og barnamálaráðherra. En bíddu nú við, ef einkaframtakið má ekki hækka laun og laða að sér fleiri menntaða leikskólakennara hvernig á þá að fjölga þeim?

Heldur ráðherra að fjöldi menntaðra leikskólakennara sé föst stærð? Svona eins og sumir ráðherrar halda að fjöldi menntaðra hjúkrunarfræðinga sé föst stærð. Manneskja sem afgreiðir í bókabúð í dag gæti alveg orðið að hjúkrunarfræðing eða leikskólakennara á morgun. Margir menntaðir sérfræðingar hafa flúið fagið sitt vegna álags og lágra launa. Einkaframtakið gæti lokkað þá til baka með betri kjörum og þar með minnkað álagið á aðra. 

„Lausn­ir einkafram­taks­ins geta verið og eru gríðarlega mik­il­væg­ar en þetta þarf að skoða út frá öll­um þátt­um og að hér skap­ist ekki tvö­falt kerfi, og það er al­veg ljóst að það þarf að stíga hér inn,“ segir mennta- og barnamálaráðherra. Tvöfalt kerfi já? Börn sem hafa fengið leikskólapláss og þau sem hafa ekki fengið það. Þetta er tvöfalda kerfið í dag. Er verra að hafa tvöfalt kerfi þar sem öll börn fá leikskólapláss, en hjá mismunandi aðilum? 

En kannski er afstaða barnamálaráðherra ekki skrýtin heldur miklu frekar afhjúpun á eldrauðum sósíalista sem vill ekki að hið opinbera missi neina spóna úr aski sínum, heldur ekki þá vanræktu. Flokkur fólksins? Já, þess sem er fast heima hjá sér, tekjulaust, með barn á leikskólaaldri sem fær ekki leikskólapláss því ríki og borg gera allt sem í valdi þeirra stendur til að hamla fjölgun menntaðra leikskólakennara.


mbl.is Leikskólar fyrst og fremst fyrir börn, ekki foreldra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Lausnin fyrir Alvotech er auðveld
Byggja hjall og skíra hann Stefnu
Þá fæst öll fyrirgreiðsla sem hugsanleg er hjá Reykjavíkurborg
líkt og áður fyrir hjallaStefnuna

Hugmyndin er ekki mín

Rúnar Júlíusson skírði húsið sitt Keflavík
Því hann vildi hvergi annars staðar búa

Grímur Kjartansson, 6.3.2025 kl. 15:01

2 identicon

Reykjavíkurborg vill alls ekki reyna að banna einkafyrirtækjum að byggja og reka egin leikskóla.  Reykjavíkurborg tæki því fagnandi ef einkafyrirtæki vildi byggja og reka eigin leikskóla á egin kostnað án fjárstuðnings frá borginni. Því miður hefur ekkert einkafyrirtæki viljað fara í þannig einkarekstur.  

Vagn (IP-tala skráð) 6.3.2025 kl. 18:15

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Það er skiljanlega þægilegra fyrir borgina að halda öllum sköttunum og bjóða ekki þjónustuna.

Það er líka skiljanlegt að borgin vilji að þeir sem leita leiða utan kerfisins þurfi að borga tvisvar: Alla skattana í skiptum fyrir ekkert, og svo full þjónustugjöld fyrir þá þjónustu sem þó er reynt að koma á koppinn.

Borgin fyrir borgina, ekki fólkið.

Geir Ágústsson, 6.3.2025 kl. 18:22

4 identicon

Það er nokkuð frjálsleg túlkun að kalla það að leita leiða utan kerfisins þegar einkafyrirtæki vill ekki veita sínum völdu börnum þjónustu nema á kostnað borgarinnar. Mér sýnist það frekar vera tilraun einkafyrirtækis til að verða hluti af kerfinu, á spena allra skattborgara en bjóða þjónustuna bara valinni elítu.

Borgin fyrir einkafyrirtæki og einkafyrirtæki fyrir einkavini, en á kostnað skattgreiðenda.

Vagn (IP-tala skráð) 6.3.2025 kl. 19:48

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Þegar þú orðar þetta svona þá fer það að hljóma eins og skattaniðurfellingin sem þú fékkst þegar þú keyptir rafmagnsbílinn þinn, til að einmitt mjaka þér í átt að slíku vali. 

En ef borgin vill tvöfalt kerfi (börn með leikskólapláss, og börn án þess, en allir borga) þá fær hún það auðvitað.

Einkafyrirtækin geta þá sparað sér dagvistargjöldin og fallið frá áformum um að græða stórfé á barnapössun til að koma fólki sínu aftur í vinnuna.

Geir Ágústsson, 6.3.2025 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband