Velkomin aftur, lýðheilsuvísindi

Skæður flensufaraldur gengur nú yfir Danmörku. Mér var sagt í skóla dóttur minnar að í einum bekk hefðu bara verið 8 börn af rúmlega 20 einn daginn og afgangurinn lasinn heima. Fjölmiðlar fjalla um þetta, fjölda smita og fjölda innlagna. Ekki hefur skollið á neitt svipað í fimm ár.

En hvað er til ráða, að sögn blaðamanns sem vísar sennilega til yfirvalda? Svarið kom mér satt að segja á óvart, á jákvæðan hátt:

Ef maður vill forðast að smitast, ætti maður að vera heima ef maður er veikur, og ef maður vinnur með öðrum, ætti maður að muna eftir góðri hreinlæti og að lofta út.

**********

Hvis man vil undgå at blive smittet, skal man blive hjemme, hvis man er syg, og hvis man arbejder med andre mennesker, skal man huske god hygiejne og at lufte ud.

Hreinlæti og lofta út! Ekki orð um að fara í sprautu eða setja á sig grímu eða búa til handahófskenndar fjarlægðatakmarkanir. 

Þeir sem lögðu til að lofta út á veirutímum fengu ekki mikla áheyrn. Hreinlætið gekk aðeins of langt með sprungna húð og opna sem saug í sig sýkingar út af öllu sprittinu, en góður og reglulegur handþvottur er gott mál, líka utan veirutíma. Síðan er þetta með að smitast. Oft er það óumflýjanlegt þegar agnarsmáar loftbornar veirur eru í loftinu. Það er því eins gott að undirbúa líkamann og vona það besta.

Við höfum kannski lært okkar lexíu. Allar fugla- og svínaflensurnar dvelja stutt við í fjölmiðlum. Áríðandi viðvaranir yfirvalda fá enga áheyrn. Grímurnar eru komnar aftur þar sem þær eiga heima: Á andlit lítils hluta ferðalanga frá Asíu. 

Þeir sem græddu milljarða á veirutímum þurfa að finna upp á nýrri blekkingu til að hafa okkur að féþúfu aftur. Nema fjármögnun stríðs hafi verið næsta blekking. Vel gert, alþjóðleg stórfyrirtæki!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Lítt ekktur sannleikur:

Það voru ekki bólusetningar sem drógu úr barnadauða og plágum almennt, heldur sápu-notkun.

Það fyrirbæri komst ekki í fulla notkun fyrr en á 20 öld.

Ásgrímur Hartmannsson, 5.3.2025 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband