Öfga­hægri­flokk­inn, einmitt það já

Samkvæmt íslenskum blaðamanni er um fimmtugur til fjórðungur Þjóðverja öfgahægrimenn. Þetta þýðir að ferðalangar í Þýskalandi komast varla hjá því að eiga viðskipti og samskipti við öfgahægrimenn. Kannski er það leigubílstjórinn, þjónninn á veitingastaðnum, pulsusalinn eða sá sem seldi þér minjagrip á götumarkaði. Öfgahægrimenn hvert sem litið er!

Svipaða sögu má segja í Frakklandi, Hollandi, Ungverjalandi, Austurríki og víðar. Evrópubúar orðnir helteknir af hægriöfgastefnu! Öfgastefnu! Andstæða hinnar hógværu miðju eða villta vinstrisins sem er aldrei talið fara út í öfgar þótt það vilji skattleggja prump og sneiða kynfærin af ókynþroska börnum.

Auðvitað er þetta ekki rétt. Þjóðverjar eru ekki að fjórðungi til öfgahægrimenn. Þeir eru bara almennir borgarar, rétt eins og íslenskir blaðamenn. Borgarar með áhyggjur og áherslur, sem borga skatta og finnst þeim kannski vera að borga of mikið í skatta. Vilja halda í sinn bíl og sína steik og að stelpur þurfi ekki að keppa við stráka í líkamlegu atgervi. Vilja halda jólamörkuðum árekstrar- og hnífstungulausum, svo ekki sé talað um nauðganalausum. Hafa kannski áhuga á velferðarkerfi sem hefur efni á eigin þegnum.

Svona nokkuð eðlilegar áherslur og áhyggjur, finnst mér. Heilbrigði skynsemi ef eitthvað er.

Nú þekki ég ekki nærri því öll stefnumál AfD nema af afspurn. Ég veit ekki hvort þar á bæ sé boðuð sala á ríkisfyrirtækjum, lækkun skatta, einkavæðing á ríkiseinokunarfyrirtækjum, frjáls verslun og hófsamar reglugerðir. Ég veit að flokkurinn boðar harða innflytjendastefnu. En ég samþykki ekki að fjórðungur Þjóðverja sé orðinn að öfgahægrimönnum sem kjósa öfgahægriflokk. Miklu frekar held ég að hér sé á ferð vinnandi fólk sem er að rembast við að láta enda ná saman og óttast vaxandi glæpi. Þetta fólk er einfaldlega að kjósa flokk sem vill taka á slíkum áskorunum.

Því ef AfD er öfgahægriflokkur hvaða orð ætla blaðamenn þá að nota þegar þeir fjalla um Þýskaland seinni heimstyrjaldar?


mbl.is Áfram samdráttur í sölu á Teslum eftir ummæli Musk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þeir sem réðu í Þýzkalandi milli 1933-1945 eru á nútímamáli kallaðir "frjálslyndir demókratar."  Eða Libs.

Ásgrímur Hartmannsson, 5.3.2025 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband