Ţriđjudagur, 4. mars 2025
Fylgi Sjálfstćđisflokksins
Um daginn hélt Sjálfstćđisflokkurinn landsfund. Slíkur viđburđur er vćgast sagt risastór samkoma ţar sem fćrri komast ađ en vilja. Ţar er skipađ í málefnanefndir sem fćrri komast ađ en vilja. Ţar er kosiđ í stjórn flokksins og oft hart tekist á, ţá bćđi á sjálfum landsfundinum en líka í félögum flokksins sem tilnefna fulltrúa á landsfundinn. Lýđrćđisveisla í öllu sínu veldi, og međ öllu sem slíkri veislu fylgir, gott og skítt.
Ţessi hefđ flokksins nćr áratugi aftur í tímann og aftur í tíma ţar sem flokknum gekk vel en líka illa. Markmiđiđ er ađ vera flokkur sem berst fyrir hagsmunum hinna vinnandi stétta en líka flokkur sem býr til öryggisnet fyrir ţá sem missa fćturna, án ţess samt ađ láta ţađ net flćkjast í vinnandi fólk og toga ţađ á hafsbotn. Auđsköpun og vöxtur, en líka bakland og umhyggja, ef svo mćtti segja.
Ţessi flokkur er í dag ađ rembast viđ ađ vera 20% flokkur og ekki finnst mér ađ ný stjórn flokksins sé ađ fara breyta miklu ţar.
Nema fyrir eitt atriđi: Alveg stórkostlegt hćfileikaleysi ráđandi afla í Reykjavík og í Stjórnarráđinu.
Í Reykjavík hefur fimm flokka svokallađur meirihluti ákveđiđ ađ rústa fjárhag borgarinnar endanlega. Ţá meina ég endanlega. Sjálfstćđisflokkurinn er nú ţegar farinn ađ sjá viđbrögđ kjósenda viđ slíkum áformum.
Í Stjórnarráđinu blasir nánast viđ ađ Flokkur fólksins mun ţurrka sjálfan sig út og ađ allskyns loforđ ríkisstjórnarinnar eru smátt og smátt ađ breytast í skýrslur sem enda ofan í skúffu. Nýjasta nýtt ţar er ađ eftir mikla yfirlegu yfir opinberum fjármálum, byggđa á ţúsundum athugasemda um leiđir til sparnađar ţar, hefur tekist ađ finna leiđir til ađ spara í ríkisútgjöldum um 1% á ári, ađ mér skilst, sem er dropi í hafiđ fyrir ríkissjóđ sem skuldar svimandi fjárhćđir og safnar töluvert hćrra hlutfalli í skuldir á hverju ári.
Sjálfstćđismenn ţurfa ţví ekki ađ gera neitt til ađ auka fylgi sitt. Ekki ađ tala um áherslur. Ekki ađ minna á hugsjónir. Ekki ađ tala um ađ bákniđ ţurfi ađ víkja og heilbrigđ skynsemi ađ snúa aftur, svo sem í ţví ađ moka körlum úr kvennaklefum eđa hvetja til friđar frekar en átaka. Nei, Sjálfstćđismenn geta hallađ sér aftur og sjá fylgi sitt aukast í bođi annarra flokka. Einfalt mál. Sama gildir raunar fyrir ađra flokka í minnihluta.
Ef ég ćtti veđmálasíđu myndi ég setja lágan stuđul viđ ađ Sjálfstćđisflokkurinn í bćđi borg og ríki fái yfir 30% fylgi í nćstu kosningum.
Ţetta er í raun magnađ en um leiđ sorglegt. Ţetta ţýđir ađ Sjálfstćđisflokkurinn ţarf í raun ekki ađ skerpa á áherslum sínum, gera sig ađ raunverulegum valkosti viđ miđjumođiđ og tala um hugsjónir frekar en dađur viđ skođanakannanir.
Hugsjónabaráttu hćgrimanna frestađ um ófyrirséđan tíma.
En ég vil nú samt hvetja til bjartsýni. Flokkar sem vilja eyđa sjálfum sér eru orđnir ţó nokkrir undanfarin ár, og virđist enn fjölga, og fjórflokkurinn ađ nálgast sífellt meira. Ţađ er formúla sem viđ skiljum, ţrátt fyrir allt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:28 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.