Eru Danir rasistar og fasistar?

Hægri-öfgaflokkar, svokallaðir, vilja takmarka streymi flóttamanna og hælisleitenda inn í velferðarkerfi ríkja sinna. Þeir eru rasistar og fasistar. Lýðskrumarar. Ekki stjórntækir. Þá ber að fordæma og forðast.

Nema auðvitað að þeir kalli sig danska og sósíaldemókrata. 

Blaðamaðurinn Alex Berenson bendir á að danska leiðin undanfarin ár er orðin að fordæmi fyrir flokka víða í Evrópu. Danir hafa séð að sér þegar kemur að því að breyta heilu hverfunum í framandi menningarsvæði, bókstaflega. Þeim er að takast að lokka innflytjendur og afkomendur þeirra af fyrstu og annarri kynslóð inn á vinnumarkaðinn. Þeir sem þáðu bætur borga skatta. Þeir sem brutu lög vinna heiðarlegan vinnudag. 

Öfga-hægrið í Evrópu, á tungutaki blaðamanna, eru danskir sósíaldemókratar. 

Sósíaldemókratar unnu margt með þessu. Þeir útrýmdu vaxandi samkeppni við aðra flokka með því að stilla sig inn á breytingar í vali kjósenda. Þeir tryggja völd sín og áhrif. Þeir halda sínu. Það kæmi mér ekkert á óvart ef næsta ríkisstjórn Þýskalands gerði eitthvað svipað, svona í ljósi þess að allt Austur-Þýskaland og að meðaltali fimmtungur Þjóðverja er að kjósa svokallaða rasista og fasista. 

Svona stefnubreytingu geta jafnaðarmenn gert með einfaldri breytingu í tungutaki. Velferðarkerfi? Já, auðvitað. Fyrir skattgreiðendur og vinnandi fólk fyrst og fremst? Að sjálfsögðu. Fyrir allskonar aðra? Nei, helst ekki. 

Þetta tungutak er aðeins byrjað að sleikja íslensk stjórnmál, en varla samt. Íslendingar þurfa að endurtaka mistök annarra frekar en að læra af þeim. Þá það.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband