Átök eru eitt, átök eru annað

Um daginn vogaði íslenskur fjölmiðill sér að birta viðtal við íslenskan mann (með háskólagráðu og prófessoratign, ótrúlegt en satt) sem sagði að átök Rússlands og Úkraínu hafi ekki hafist með innreið rússneskra hermanna inn fyrir landamæri Úkraínu, heldur fyrr!

Hann bendir á að Trump sé væntanlega að vísa til átaka sem voru í Úkraínu áður en innrás Rússa hófst í febrúar 2022. „Þessi átök snérust meðal annars um jafnan rétt rússneskumælandi borgara í Austur-Úkraínu á tungumáli sínu og réttinn til að rækta sína menningu rétt eins og aðrir borgarar Úkraínu, sem hafa úkraínsku að móðurmáli. Mín skoðun hefur alltaf verið sú að vinir Úkraínu í Evrópu og Bandaríkjunum hefðu átt að hjálpa stjórnvöldum í Kiev að skilja þetta til að lægja öldurnar. Eftir að innrás Rússlands hófst í febrúar 2022 var Úkraínumönnum sagt af vestrænum leiðtogum að sigra Rússland á vígvellinum og við sjáum nú afleiðingarnar, sem Trump er að vísa til og hann gagnrýnir nú harðlega.“

Hér er ekki verið að réttlæta innreið rússneskra hermanna inn fyrir landamæri Úkraínu. Hérna er ekki verið að réttlæta sprengjuregn Rússa á innviði og óbreytta borgara í Úkraínu. Hérna er ekki verið að segja að sökin sé öll á Úkraínu og að Rússar séu saklausir baráttumenn fyrir réttindum og frelsi og annað gott.

Nei, hérna er einfaldlega verið að benda á að innreið rússneskra hermanna inn fyrir landamæri Úkraínu hafi haft talsverðan og veigamikinn undanfara.

Ég er ekki að ætlast til mikils af stjórnmálaskýrendum. Alls ekki. Það er bara uppspretta vonbrigða. En þegar rússneskir hermenn árið 2022 gengu yfir landamæri Úkraínu þá var það ekki af því bara, og til að rússnesk yfirvöld gætu borað göt á fjárhag ríkisins til að sjá alla peningana fossa út. Nei, það voru ástæður og undanfarar sem rekja rætur sínar næstum því 10 ár aftur í tímann.

Ég lýsi ekki yfir stuðningi mínu við neinn aðila í átökum Úkraínu og Rússlands. Ég veit að innrás Rússa var viðbragð við einhverju sem var viðbragð við einhverju öðru sem var viðbragð við einhverju öðru, og viðbrögð í báðar áttir. Á einhverjum tímapunkti komu evrópsk ríki að til að stilla til friðar, og á öðrum til að vopna annan aðilann. 

En ég veit að hörmungarnar í Úkraínu, sem eiga sér stað í dag, eru ekki án undanfara.

Þetta sagði loksins einhver á íslensku við íslenskan fjölmiðil sem ákvað að birta slík orð. Það er kannski góð byrjun. Byrjun á ferlinu að friði, eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Herseta A-Evrópu frá 1945. Hernánm Baltic-landanna og hernám hluta Póllands í WWII. Innrás í Ungverjaland 1956. Innrás í Tékkóslóvakíu 1968. Innrás í Tjtséníu, Georgíu,Úkraínu. Og mannvitsbrekkan trúir því að rússar hafi bara verið að vernda rússneskann minnihluta með með því að drepa úkraínskan meirihlutann. Hversu djöfulli heimskur er hægt að vera.

Staðreyndin er sú að síðustu 80 ár hafa öll hernaðarátök í Evrópu verið að frumkvæði rússa eða með stuðningi þeirra. NATO hefur ekki haft frumkvæðið að neinum átökum í Evrópu og engri þjóð hefur staðið ógn af NATO. Það er engin furða að þær þjóðir sem eru svo óheppnar að hafa rússa sem nágranna leiti þar skjóls. Það er löngu kominn tími á að þessum skíthælum verði mætt með hörku.

Bjarni (IP-tala skráð) 21.2.2025 kl. 00:25

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ég ráðlegg nú Bjarna að lesa bókina Gráar býflugur eftir  Andrej Kúrkov

Þar kemur skýrt fram að almenningi er nokk sama hvort harðstjórinn yfir þeim er búsettur í Kænugarði eða Moskvu

Grímur Kjartansson, 21.2.2025 kl. 08:13

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Bjarni,

Þegar menn tala um "NATO Operations" þá skaltu ekki láta blekkja þig. Þar er oft á ferð bein innrás en til vara sprengjuregn á íbúa einhvers svæðis sem er stjórnað af manni sem hefur hótað að yfirgefa bandaríska dollarann eða neitað að selja olíu til Bandaríkjanna.

Grímur,

Athyglisvert, en já, hver er munurinn á einum harðstjóra og öðrum? Báðir bæla þeir niður frjálsa tjáningu, stjórna fjölmiðlum og auðga sjálfa sig. 

En það ætti að lágmarki að gera sér grein fyrir að Rússar og Úkraínumenn hafa verið í átökum síðan árið 2014 og tvisvar hefur verið reynt að stilla til friðar - já menn gerðu ekki friðarsamninga nema til að reyna koma á friði. Að hermenn hafi labbað yfir landamæri var bara framhald á þeim átökum. Kannski stór kaflaskil og róttæk breyting á umfangi átakanna, en ekki upphaf á neinu. 

Geir Ágústsson, 21.2.2025 kl. 11:44

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Tilraunir til að stilla til friðar voru gerðar fyrst með þríhliða sáttmála milli Úkraínu, Rússlands og ÖSE (Öryggis og Samvinnu Stofnun Evrópu)Minsk I 2014 og Minsk II 2015. Garantorar voru Angela Merkel kanslari Þýskalands og François Hollande Frakklandsforseti. Báðir samningarnir voru gróflega brotnir af Úkraínu. Kom á daginn að þeir höfðu aðeins verið undirritaðir til að kaupa tíma fyrir Úkraínu að vígbúast. Þetta hefur verið viðurkennt opinberlega bæði af Angelu Merkel og Petro Poroshenko fvr. forseta Úkraínu. 

Ragnhildur Kolka, 21.2.2025 kl. 13:53

5 identicon

Budapest Memorandum 1994 fjallar m.a. um samkomulag á milli Rússlands og Úkraínu um að Rússar virði landamæri Úkraínu gegn því að Úkraínumenn afhendi Rússum öll kjarnavopn sín.

Otto von Habsburg f.1912, sonarsonur Franz Josephs Austurríkiskeisara, hélt ræður þegar hann var kominn á tíræðis aldur þar sem hann varaði eindregið við Pútín, hvatti hann vestrænar þjóðir til að halda vöku sinni gagnvart honum:  Über Putin: Wie Otto von Habsburg ihn einschätzte (2003 und 2005)

Hördur Thormar (IP-tala skráð) 21.2.2025 kl. 15:37

6 identicon

Mitt umfjöllunarefni var Evrópa. NATO skipti sér ekki að myntbandalagi flestra evru-ríkja og upptöku evrunnar.  Þó var evran ma. Hugsuð sem mótvægi við$. NATO hefur einu sinni staðið fyrir loftárás í Evrópu og var það verðskulduð árás á Belgrad eftir fjöldamorðin í Srebrenica.  BTW rússar studdu við serba af þeim litla mætti sem þeir þá höfðu.

Grímur, ég þarf ekki að lesa neinar bækur um býflugur. Mér nægir að vita að í Úkraínu eru þeir sem ekki eru sammála yfirvöldum ekki að detta út um glugga í hrönnum öfugt við þá í nágrannaríkinu.

Bjarni (IP-tala skráð) 21.2.2025 kl. 17:03

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hörður, þegar Úkraína skilað kjarnavopnum gilti enn samkomulag Rússa og George Bush eldri um ad NATO myndi ekki færa sig austar. Á þeim tíma voru NATO ríkin 16. Bill Clinton sprengdi það samkomulag og nú eru NATO ríkin 32.

Ragnhildur Kolka, 21.2.2025 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband