Lög og framkvæmd

„No Eastern European and Middle Eastern Immigrants,“ stóð skýrum stöfum í starfsauglýsingu sem menn nenna að mynda sér skoðun á. Á það er bent í frétt á að ekki megi mismuna eftir þjóðerni eða öðru slíku og óhætt að segja að starfsauglýsingin geri einmitt það. Um leið má benda á að þannig minnkar atvinnurekandinn úrvalið sem úr er að velja og þarf sennilega að borga meira fyrir vikið vegna minni samkeppni, en önnur saga.

Annars er það oft svo að lög eru eitt og framkvæmd annað. Þannig enda yfir 90% skilnaðarbarna inni á heimili móður sinnar og missa jafnvel samband við föður sinn gegn vilja barns og föður - ólöglegt en framkvæmt á þennan hátt af yfirvöldum.

Menn geta líka mismunað án þess að segja frá því - auglýsa eftir umsóknum og finna svo einhvern galla á öllum umsóknum þeirra sem ekki er sóst eftir að ráða. Góð leið til að sóa tíma allra.

Nú vinn ég sjálfur með fólki af öllum stærðum og gerðum og get sagt fyrir mitt leyti að mér finnst allir Austur-Evrópubúar sem ég hef unnið með vera meðal duglegasta, afkastamesta og klárasta fólki sem um getur. Ef eitthvað þá sækist ég í vinnu þessa fólks, bæði hérna á skrifstofunni en líka í hagnýt verkefni, svo sem flutningshjálp og iðnaðarmannavinnu. Í mínum heimi er glapræði að útiloka fyrirfram fólk frá Austur-Evrópu - fjárhagslega heimskulegt.

En ég er ekki forstjóri fiskvinnslu og veit ekki hvaða óheppilegu atvik liggja að baki útilokun (ef einhver), og í raun alveg sama. Aðrir atvinnurekendur njóta bara góðs af því.

Ég hef líka unnið með mikið af fólki frá Miðausturlöndum og hef ekkert nema gott um það að segja. Þar er líka að finna hæfileika sem ég tel að séu verðmætaskapandi og væri kjánalegt að útiloka frá úrvalinu fyrirfram.

En aftur: Ég er ekki forstjóri fiskvinnslu.

Kannski er gott að vita að flest fólk sem hrópar hátt telur sig vera laust við alla fordóma, taki við öllu og öllum opnum örmum, sjái ekkert nema það góða í öllu fólki, alhæfi aldrei um hópa byggt á nokkrum skemmdum eplum og hafi lært það á lífsleiðinni að ekkert annað sé í boði en að vega og meta allt og alla á sama mælikvarða sanngirni og réttlætis. Ranghugmyndirnar finnast þá þar líka, eins og hjá öllum öðrum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Forstjóri fiskvinnslu hefur e.t.v. sótt innblástur í nýlegan pistil höfundar sem sannfært hefur sjálfan sig um að rökrétt sé að dæma hópa út frá gjörðum einstaklinga. https://geiragustsson.blog.is/blog/geiragustsson/entry/2311243/

Vagn (IP-tala skráð) 19.2.2025 kl. 19:21

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Ég held að þú hafir eitthvað misskilið pistilinn. Lof mér að útskýra.

Í höfði okkar allra er alltaf einhver hugsun sem birtist þegar einstaklingar með ákveðin líkamleg einkenni berast fyrir sjónir okkar. Stundum er það bara "enn eitt tattúrveraða andlitið sem hræðir mig svolítið" en stundum er það "þessi lítur eins og út og sá sem nauðgaði frænku minni og er eflaust sami skíthællinn".

Og stundum er það svo að ef það kvakar eins og önd, flýgur eins og önd og lítúr út eins og önd að þá eru líkarnir á að viðkomandi sé glæpamaður eða siðleysingi einfaldlega nógu miklar til að taka ekki sénsinn á að hafa viðkomandi nálægt sér - í sínu lífi, sínum vinnustað. Kannski bara 1% líkur, en það er meira en 0,1% líkur. Glæpatölfræði Dana eflaust í huga einhverra. 

Geir Ágústsson, 19.2.2025 kl. 19:34

3 identicon

Misskilið eða ekki, ef það kvakar eins og önd, flýgur eins og önd og lítur út eins og önd.....þá dugar því lítið að segja og trúa -Þú ert að misskilja, ég er hestur.-

Vagn (IP-tala skráð) 19.2.2025 kl. 22:17

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Virkilega góður pistill hjá þér, og mig langar að taka undir þessi orð þín; "að mér finnst allir Austur-Evrópubúar sem ég hef unnið með vera meðal duglegasta, afkastamesta og klárasta fólki sem um getur.". 

Það er langt síðan maður áttaði sig á því að mörg samfélag okkar hér á landsbyggðinni væru komin á endastöð ef við hefðum ekki þessa innflytjendur frá Austur Evrópu, þá aðallega frá Póllandi, sem aðlagast vel og halda svo mörgu gangandi.  Harðduglegt, yndislegt fólk upp til hópa.

Menn hafa valið og geta vissulega grætt á því eða skaðast, ef þeir eru ekki með lögbundna einokun þá er það vissulega þeirra mál.

En í því eins og öðru þurfa menn að virða lög og reglur, séu menn ósammála þá verða menn að fara bandarísku leiðina, að kjósa þann sem skorar vitleysuna á hólm, það er að segja ef menn telja sig þjakaða af einhverri vitleysu sem er í gangi í samfélaginu.

Fordómar eru hluti af mennskunni og oft þjaka þeir þá mest sem telja sig stikkfrí frá þeim lesti. Að viðurkenna það er ekki það sama og maður samþykki sína eigin fordóma, bæði þá sem maður gerir sér grein fyrir, sem og hina sem leynast innra með manni, aðrir kannski sjá en maður sér þá ekki sjálfur, og kannski sér þá enginn, en þeir eru samt þarna.

Að benda á staðreyndir eru síðan ekki fordómar, en maður getur vissulega nýtt staðreyndir til að breiða út fordóma, eða að staðreyndir sem maður bendir á, séu nýttar af öðrum til þeirrar iðju.

Það þýðir samt ekki það sama að þú eigir að þegja Geir þó einhver rafeind haldi núna að hún sé hestur, í umræðunni lifir vonin um betri heim, eða allavega lifandi heim.

Að við séum ekki orðin að einhverjum heilalausum múg sem lætur stýra sér í einu og öllu af einhverju óskilgreindu valdi.

Það falla múrar í dag, kostun rétttrúnaðarins á hinni einu réttu umræðu eða kostun þöggunar hins sama rétttrúnaðar, hefur verið afhjúpuð að hluta.

Slík fingraför sjást ekki á skrifum þínum.

Hef sagt þetta áður, ætla að segja þetta núna, og vonandi á ég eftir að gera það aftur;

Keep on running.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.2.2025 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband