Mánudagur, 17. febrúar 2025
Gott að hafa góða tollverði þegar yfirvöld framleiða glæpafaraldur
Það er einfaldlega mikilvægt fyrir samfélagið að tollverðir og lögregla standi vaktina á landamærum, ekki síst þegar litið er til þróunar mála á vettvangi skipulagðrar glæpastarfsemi, hryðjuverka, mansals og ólöglegra innflytjenda, segir Guðbjörn Guðbjörnsson, formaður Tollvarðafélags Íslands, í samtali við Morgunblaðið.
Aðeins fyrr í viðtalinu segir sami maður: Þar nefni ég til dæmis leit í pósti sem berst til landsins. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli er með besta árangur á Norðurlöndunum og nú er ég ekki að tala um miðað við höfðatölu eins og alltaf er gert, heldur hreinlega í magni haldlagðra fíkniefna.
Já, svo sannarlega er mikilvægt að gott fólk vakti landamærin og smygl og mansal og annað slíkt. Ísland er með íbúafjölda á við Árósa í Danmörku og tekst samt að sjúga sig sín meira af smygli en öll önnur Norðurlönd, án þess að leiðrétta fyrir höfðatölu.
En datt einhverjum í hug að velta fyrir sér ástæðunum fyrir þessu flæði af allskonar efnum og þrælum til Íslands?
Í boði hvers er það?
Ekki kemur fram að Íslendingar stöðvi stærra hlutfall smyglsins en önnur Norðurlönd, og er sennilega svipað og í öðrum ríkjum nema verðlag á efnum og þrælum sé hærra en í öðrum Norðurlöndum (ákveðið tap í smygli er reiknað inn í verðið af smyglurum og það skilar sér svo í verðlagið).
Er kannski er klapp á axlir íslenskra tollvarða - vafalaust verðskuldað þótt mín persónulega reynsla af þeim sé frekar vafasöm - í raun áfellisdómur fyrir íslensk yfirvöld, þeirra innflytjendastefnu og þeirra löggjafar í efnainnflutningi.
Ég þekki ekki svarið, en ekki hef ég séð tilraun til að útvega það.
Blaðamennska óskast.
![]() |
Grannþjóðir undrast árangurinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:26 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning