Laugardagur, 15. febrúar 2025
Hvernig verða fréttir fjögurra ára gamlar?
Ég skil að sumu leyti hik blaðamanna þegar kemur að því að fjalla um alvarleg mál. Þeir vilja ekki láta kalla sig samsæriskenningasmiði, falsfréttamenn og boðbera rangupplýsinga eða hvað það nú heitir. Þeir vilja ekki velta við steinum yfirvalda sem eru jú lýðræðislega kjörin og stunda gagnsæ og heiðarleg vinnubrögð. Hið sama gildir um aðra blaðamenn og opinberar stofnanir - ekkert að sjá þar og hægt að treysta yfirlýsingum þeirra.
Nema hvað. Svona virkar raunveruleikinn ekki.
Yfirvöld stunda leynileg samsæri og gera allskonar samninga fyrir hönd almennings sem almenningur fær enga vitneskju um. Opinberir starfsmenn ljúga og reyna að koma höggi á saklausa borgara. Sumir blaðamenn fyrirlíta ákveðna einstaklinga og fyrirtæki þeirra og gera að þeim atlögu. Ef aðhaldið hverfur, svo ekki sé minnst á áhuga yfirvalda og ákæruvalds, þá freistast sumt fólk hvar sem er til að ganga lengra og lengra og valda sífellt alvarlegri skemmdarverkum.
Þegar þetta er sagt er áhugavert að Morgunblaðið hafi nú loks sýnt áhuga á byrlun Páls Steingrímssonar, sem virðist hafa verið liður í atlögu blaðamanna og opinberrar stofnunar að sjálfstæðu fyrirtæki og stjórnendum þess. Lesendur Páls Vilhjálmssonar, fyrrum blaðamanns, og Fréttarinnar og Útvarps Sögu, og að einhverju leyti áskrifendur Brotkast.is, hafa fylgst með þessu byrlunarmáli svo mánuðum og misserum skiptir og væntanlega flestir hrist hausinn ítrekað yfir því að helstu leikarar í því sjónarspili séu enn þann dag í dag í góðum störfum og geta labbað um göturnar eins og heiðvirðir borgarar.
Kannski hefur Morgunblaðið núna ákveðið að nýta krafta sína sem stærri fjölmiðill til að bora djúpt í þetta mál og moka öllum beinagrindunum úr skápnum, og með sínar ástæður til að gera það. Kannski missir blaðið áhugann. Þetta kemur í ljós. En málið er ekkert einsdæmi. Óteljandi önnur mál, sem stærri fjölmiðlar hafa engan áhuga á en þeir minni hafa fjallað mikið um, bíða álíka athygli. Dettur mér í hug veirusprauturnar og fórnarlömb þeirra sem augljóst mál sem þarf að borga dýpra í, en alls ekki það eina.
Kannski er stóri lærdómurinn hér að varfærni blaðamanna, og hollusta þeirra við yfirvaldið, sé vandamál sem óháðir og oft minni fjölmiðlar leysa, og að við ættum því að endurskoða það alvarlega hvar við sækjum fréttirnar okkar. Þá þurfum við kannski ekki að láta okkur nægja fjögurra ára gamlar fréttir.
![]() |
Játaði byrlun og aðkomu fjölmiðla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning