Ekki hægri-vinstri, heldur þá og nú

Um daginn hlustaði ég á áhugaverða stjórnmálaskýringu í bandarísku samhengi. Þar var vitaskuld rætt um Trump, trans-iðnaðinn, loftslagshræðsluna og fleira slíkt, auk skerðinga á málfrelsi og flótta stofnanablaðamanna frá sannindum sem velta nú upp á yfirborðið. Skýrandinn velti því fyrir sér hvort villta vinstrið myndi ekki bara snúa aftur til fyrri tíma ef völd skipta um hendur þar á bæ, en hann hélt ekki.

Af hverju ekki?

Því nú þegar lygarnar afhjúpast hver af annarri, svo sem í kringum USAID (ekkert að sjá hér) en líka allskyns ritskoðun sem er verið að vinda ofan af, þá rís almenningur loks upp og segir: Hingað og ekki lengra! Ég þaggaði niður í sjálfum mér í mörg ár, en ekki lengur! Ég lét blekkja mig, en ekki aftur! Ég lét féfletta mig, en það stoppar núna!

Þetta séu ekki átök hægri og vinstri heldur er heimurinn einfaldlega að hefja nýja vegferð og þú ert annað hvort með og tekur breyttum tímum fagnandi, eða þurrkast út eins og margir fjölmiðlar eru að gera um þessar mundir - þá aðallega þeir sem klöppuðu fyrir yfirvöldum á veirutímum. 

Þetta snúist heldur ekki um Trump. Hann sest í helgan stein eftir fjögur ár og er bara nýjasta dæmið um róttæka stefnubreytingu kjósenda og ekki einu sinni það róttækasta. Nei, þetta er fjöldahreyfing almennings sem verður ekki tröðkuð svo auðveldlega í svaðið. Hún er jafnvel alþjóðleg.

Á þessu nýja sviði eru bæði hægri- og vinstriflokkar en þeir eru sammála um að snúa aftur til heilbrigðrar skynsemi, eða að því marki sem stjórnmálamenn geta það.

Ekki hægri á móti vinstri heldur skynsemi, rökhugsun og vísindi á móti heilaþvotti, lygum og Vísindunum™ (með ákveðnum greini).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Sænskir stjórnmálamenn eru búnir að leysa þetta með loftlagsmarkmiðin sem ESB hefur lagt á lýðinn. Það á bara að dæla áburði á skóglendið sem mun þá auka trjávöxt og þá um leið CO2 bindingu
Vísindamenn sem hafa áhyggjur af fjölbreytileika gróðurs við slíka ofuráburðagjöf eru sakaðir um að hafa rörsýn og ekki sjá heildarmyndina

https://www.svt.se/nyheter/inrikes/politikerna-vill-godsla-skogen-trots-varning-fran-ledande-forskare

Grímur Kjartansson, 14.2.2025 kl. 14:28

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Svíþjóð er yndislegt dæmi um þessa innri togstreitu sem þjakar þá sem vilja hugsa með pólitískri rétthugsun, en eru að sjá samfélag sitt brenna niður vegna hennar. Ég tala mikið við Svía vegna vinnu og þeir sjá alveg kaldhæðnina í þessu en halda innsýn sinni við einkasamtöl. En fái þeir að kjósa þá þora þeir að tjá sig.

Það er einmitt dæmið um Svíþjóð sem fær mig aðeins til að endurhugsa tortryggni mína á lýðræði - að tveir úlfar og ein kind fái að kjósa um hvað er í kvöldmatinn. Mögulega eru kindurnar orðnar tvær í þeim kosningum.

Geir Ágústsson, 14.2.2025 kl. 19:00

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Beint lýðræði...

Hópnauðgun er gott dæmi um það.

Þess vegna eru flest vestræn ríki *Lýðveldi* (republic)  Ekki lýðræðisleg (democratic.)

Það er munur. 

Ásgrímur Hartmannsson, 14.2.2025 kl. 20:21

4 identicon

OK, tvítugir krakkaormar undir pilsfaldi Musk eru nú orðnir leiðtogar lífs þíns.

Get a grip! Enn er von um að vera ekki álitin  fábjáni þó þú eigir það til að virðast vera það.

Bjarni (IP-tala skráð) 15.2.2025 kl. 05:17

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Bjarni,

Ég er bara alls ekki mjög upptekinn af því hvað framkvæmdavaldið í Bandaríkjunum er að gera undir forsæti kjörins forseta. Þú ættir að sjá hvað forseti Argentínu er að gera þar til að hreinsa út spikið og spillinguna - Trump er eins og saklaus leikskólastelpa í samanburði við niðurskurðarhníf Milei!

Kjósendur í Evrópu eru líka byrjaðir að spá í því hvert milljarðarnir fara. Í vasa auðmanna? Í erlend skúffufyrirtæki? Hvert fóru sænsku vindorkumilljarðarnir? Hver græddi á lokun þýsku kola- og kjarnorkuveranna? Vittu til.

Geir Ágústsson, 15.2.2025 kl. 10:57

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Ágætur pistill, en ekkert umfram það, þú hefur oft verið dýpri, og þar með meir gefandi en þetta.

Vil samt þakka Grími fyrir athugasemd sína, glöggur sem fyrr, en andmæli þín voru góð, til samans, athugasemd og andmæli, mjög upplýsandi fyrir þessar örfáu heilasellur sem eftir eru hjá mér sem er fæddur uppúr miðri síðustu öld.

En það var nú ekki tilefnið.

Bjarni; greyið hættu þessu, þú ert ekki Vagn, og þú ert betri en þetta.

Bættu við umræðuna eins og Grímur, gagnrýndu eins og þú kannt svo vel og ég þekki á mínu eigin skinni, en vertu ekki eins og annar af tveimur bröndurunum sem ég kann.  Sá seinni er um Skota og nísku þeirra, hinn náði ég næstum því að segja í lifandi lífi.

Og ég skal segja þér frá þeirri tilraun minni.

Mig minnir að það hafi verið í öðrum frekar en þriðja bakuppskurði mínum, að ung stúlka sem var að framhaldsmennta sig í heila og taugskurðlækningum, fékk leyfi til að skera mig upp fyrir brjósklosi mínu, eitthvað sem gekk ekki mjög vel vegna blóðþynnandi verkjalyfja sem ég hafði lifað á í einhver ár og misseri áður.  Blóðið rann og ég var næstum því dauður, og þá væri þú þó laus við mig Bjarni án þess að hafa nokkurn tímann kynnst skrifum mínum, og þegar ég vaknaði seint og illa eftir uppskurðinn, eftir einhverjar blóðgjafir, þá heyrði ég, með lokuð augun, á tal hjúkrunarfræðinga á Vöktuninni að þær voru ekki vissar um hvernig ég vaknaði.  Menn gátu víst verið eitthvað ruglaðir eftir svona uppákomur.

Það fyrsta sem kom uppí hug minn, þegar ég hlustaði á tal þeirra, var að segja hinn brandarann sem ég kunni; Ég ætlaði að svara stöðluðu spurningunni (hafði áður verið í svona uppskurði svo ég þekkti hana) um hvort ég viss hver ég væri og hvar ég væri; Með svarinu; Áfram FH.

Með tilvísun í Hafnfirðingabrandarana og meintra vitsmuni Hafnfirðinga.

Það tókst ekki Bjarni vegna þess að tungan var of þurr til að mynda hljóð, hafði víst eitthvað með blóðbaðið í uppskurðnum að gera.

Ég reyndi samt, gat allavega séð broslegu hlið tilveru minnar.

Mér finnst Bjarni að þú eigir að gera það líka; Hættu þessum skætingi.

Geir er miklu betri en enginn, og innst inni veist þú það.

Með kveðju til ykkar beggja, að austan.

Ómar Geirsson, 15.2.2025 kl. 16:50

7 identicon

OK, var kannski aðeins of grumpy, en í alvöru, eigum við að gleypa það að tvítugum krakkaormum á vegum Musk hafi tekist að spara BNA tugi milljarða á tveimur vikum með því að skoða einhverja ársreikninga?

Hversu heimskur þarftu að vera til að trúa slíkri helvítis þvælu?

Málið er að allt sem kemur frá Trump og Musk er haugalýgi.

Bjarni (IP-tala skráð) 16.2.2025 kl. 12:03

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Ómar,

Ég þakka innlitið en þú þarft ekki að taka upp hanskann fyrir mig. Mér finnst allar athugasemdir á einn eða annan hátt vera upplýsandi.

Bjarni,

Er ekki enn barnalegra að trúa því að það sé ekki hægt að finna milljarða af sóun innan bandaríska alríkisins? Ég held að það sé ekki einu sinni mjög erfitt.

Geir Ágústsson, 16.2.2025 kl. 14:11

9 identicon

Nú er það þannig Geir að sæmilega gefið fólk spyr sig af hverju ætti USAID að borga erlendum fjöllmiðlum.  Fyrir hvað og af hverju? Ef þú hefur ekkert vitrænt svar við þessum spurningum þa er næsta spurning, af hverju er verið að ljúga þessu að mér? Getur þú nefnt eina frétt úr íslenskum, dönskum eða alþjóðlegum fjölmiðlum sem líklegt er að USAID hafi borgað fyrir? Hélt ekki.

Það er vitað mál að víða er hægt að skera niður í opinberum rekstri, en lygaþvæla er ekki fyrsta skrefið.

Bjarni (IP-tala skráð) 16.2.2025 kl. 18:18

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Bjarni,

BBC segir nú opinskátt að 8% af tekjum þeirra í einhvers konar góðgerðarblaðamennsku gufi upp þegar USAID straumurinn þornar. 

Our statement on USAID funding

"The purpose of the organisation is to use media and communication to reduce poverty, improve health and support people in understanding their rights."

BBC Media Action - Wikipedia

Aha.

Geir Ágústsson, 16.2.2025 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband