Þriðjudagur, 11. febrúar 2025
Eru það Trump-áhrifin, eða Trump sem afleiðingin?
Mikið er talað um Trump-áhrifin: Það að Trump sé núna að taka á hallarekstri ríkis og skuldsetningu skattgreiðenda, ná stjórn á landamærum, stöðva eiturlyfjasmygl, endurheimta búningsherbergi kvenna, stíga á loftslagshræðsluna ef hún þýðir hærra orkuverð fyrir almenning, veifa tollahamrinum og vona að allir hlýði, og svona mætti lengi telja.
En er Trump ekki miklu frekar afleiðing frekar en drifkraftur? Var hann ekki kosinn af því fólk var orðið þreytt á þvælunni frekar en að vera einhver sem kallaði loksins að keisarinn væri nakinn?
Afurð kjósenda, frekar en frumkvöðull?
Forstjóri sem var ráðinn af starfsmönnum til að leysa ákveðin vandamál frekar en forstjóri sem var ráðinn til að finna upp á einhverjum lausnum?
Ekki töluðu menn um Trump-áhrifin í Hollandi þegar kjósendur þar snéru öllum valdablokkum á hvolf. Eða í Ítalíu, Bretlandi og víðar í Evrópu. Eða þegar kjósendur verðlaunuðu gömlu góðu jafnaðarmannaflokkana á Norðurlöndunum þegar þeir vildu stíga á bremsuna í innflytjendamálum.
Menn tala stundum eins og að það séu stjórnmálamenn frekar en kjósendur sem ráða ferðinni. Það er kannski rétt í sumum tilvikum - þegar almenningur er svo innilokaður í rétthugsun og ást á eigin siðfræði að það þarf sterka leiðtoga til að stíga fram og skora þá á hólm - en almennt held ég að kjósendur séu nokkurn veginn við stjórnvölinn. Þeir geta ráðið örlögum sínum. Í Reykjavík velja þeir að lifa á lánum og borga fyrir það vexti, en í Argentínu velja þeir að herða beltið í eitt ár eða tvö til að losna við slíkt. Í Kanada velja þeir að láta taka af sér málfrelsið, í Bandaríkjunum velja þeir að endurheimta það.
Ég veit að á Íslandi, þar sem yfir 90% fólks vill alltaf eins vinstrisinnaðan forseta Bandaríkjanna og hægt er, óháð því hver er í framboði, er mikil óánægja með Trump. En kannski er Trump bara afurð frekar en fyrirbæri í sjálfu sér. Afurð sem kjósendur bjuggu til svo leysa mætti vandamál sem plöguðu þá sífellt meira. Nokkuð sem er erfitt fyrir þegna annarra ríkja að setja sig inn í.
Það held ég. Trump-áhrif? Nei. Trump til að leysa vandamál kjósenda, að beiðni þeirra? Já.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er algjörlega sammála þér
Líta má líka á Trump sem viðbragð frekar en að fólk hylli hann sem slíkan
Meirihluti almennings er bara orðin ofsalega þreyttur á að vera hunsaður og ekki lengur tilbúinn að skrifa upp að það sé göfugra að bjarga einhverjum í langtíburtulandi og láta í staðinn grunnþarfir okkar drabbast
svo ekki sé talað um alla minnihlutahópanna sem betur er passað upp á réttindin hjá en hjá öllum hinum - meirihlutanum
Ísland verður ekki ríkt land lengi ef við fylgjum "mannúðinni" í blindni
Grímur Kjartansson, 11.2.2025 kl. 22:10
Það er hægt að samsinna trump í mörgu. Vók-vitleysan átti skilið gott og kröftugt klofspark. Út með ólöglega innflytjendur. Varin landamæri og verndartollar (þó þeir skili engu nema hærri verðlagi og minni útflutningi).
En er nauðsynlegt að einhver sem hefur eitthvað vitrænt fram að færa að vera svona botnlaus heimskur? Mannfjandinn er að valda upplausn í alþjóðasamskiptum með eilífum yfirlýsingum um að leggja undir sig hin og þessi landsvæði sem heyra undir önnur ríki bara af því að hann fékk hugmynd yfir morgunkaffinu sem honum fanst alveg brillíant. Og eins og það sé ekki nóg þá fer hann og dissar einhverja poppstjörnu á netinu sem ekki kaus hann.
Þessi appelsínuguli viðbjóður er augljóslega elliær geðsjúklingur. Hans stuðningsmenn eru líka augljóslega vitgrannir fábjánar eru of heimskir til að halda kjafti.
Bjarni (IP-tala skráð) 12.2.2025 kl. 00:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning