Kannski best að gera ekkert

Borgarstjórnarmeirihlutinn er sprunginn og mikið er rætt um að mynda nýjan meirihluta sem fyrst. Ekki gangi að borgin sé án borgarstjórnar. 

Eða hvað?

Halda skattgreiðslur ekki áfram að berast og starfsmenn borgarinnar að fá laun? Halda tannhjólin ekki áfram að snúast?

Það er a.m.k. reynsla Belga sem voru án ríkisstjórnar í nálægt því 600 daga fyrir ekki mörgum árum síðan. Ekki var blásið í ný gæluverkefni á þeim tíma og mig minnir að ég hafi lesið grein um að ástand efnahagsins hafi hreinlega batnað á þessu tímabili. 

Kannski myndun nýs meirihluta sé óþarfi. Það blasir við að afstaða kjósenda í borginni til flokkanna í ráðhúsinu hefur gjörbreyst á þremur árum. Borgarfulltrúar eru vissulega í umboði kjósenda en þessir kjósendur hafa skipt um skoðun.

Kannski menn geti hreinlega róað sig. Að vísu vofir stanslaust greiðsluþrot yfir borginni sem þarf í sífellu að skvetta nýjum lántökum á, á yfirdráttavaxtakjörum, en það getur þá bara haldið aðeins áfram. Það er ekki eins og ný borgarstjórn sé að fara gera nokkuð af viti til að laga það ástand á einu ári.

Þetta er a.m.k. hugmynd á borðinu: Að mynda ekki nýjan borgarstjórnarmeirihluta sem hvort eð er afspeglar ekki afstöðu kjósenda enda þeir tilbúnir að breyta atkvæðum sínum í stórum stíl við næsta tækifæri.


mbl.is Skoða meirihlutasamstarf með öðrum flokkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Það er ekki eins og ný borgarstjórn sé að fara gera nokkuð af viti"

Nákvæmlega.

Ásgrímur Hartmannsson, 9.2.2025 kl. 18:25

2 identicon

Geir, meðan ekki er kominn nýr meirihluti getur borgarstjóri nú beitt valdi sínu óhindrað. Endurvakið flugöryggi án tafar, tekið á málum í ólestri undir stjónn Dóru Bjartar. En síðast, en ekki síst, fækkað silkihúfunum. Þarf borgin "Mannréttindaskrifstofu"? Eða tugi "upplýsingafulltrúa" (sem áður nefndust allt annað)?

EINAR S HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 9.2.2025 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband