Samfylkingin reynir að fela brunarústir sínar

Ekki vantar stjórnmálaskýrendur í íslenskri umræðu og eru sumir betri en aðrir. Ég gæti nefnt nokkra mjög góða en ætla þess í stað að ræða einn vondan: Pistlahöfund pistla sem birtast nafnlaust undir heitinu Orðið á götunni, á DV. 

Þar heldur á penna stækur andstæðingur Sjálfstæðisflokksins og á meðan það er í sjálfu sér allt í lagi þá er verra hvernig viðkomandi reynir að skrifa eins og hann sé að fjalla um raunverulegt spjall manna á milli, sem er í raun bara hugrenningar eins manns. 

Tökum dæmi þessa tilvitnun úr pistli sem fjallar um endalok meirihlutasamstarfs R-listaflokkanna í borgarstjórn Reykjavíkur (í bili):

Orðið á götunni er að í raun sé verið að veiða Sjálfstæðisflokkinn í gildru og ef um hannaða atburðarás sé að ræða sé allsendis óvíst að sú hönnun komi úr ranni Framsóknar. Í Samfylkingunni brosi fólk yfir þeirri tilhugsun að Sjálfstæðismenn verði dregnir til ábyrgðar fyrir stjórnartíð Samfylkingarinnar í kosningunum að ári.

Það kæmi mér mjög á óvart ef einhver innan Samfylkingarinnar hugsaði með sér að Samfylkingin hefði staðið sig svo illa í borgarstjórn að það væri gott að Sjálfstæðisflokkurinn tæki á sig allar sakir fyrir stjórnarglöp í borginni - flokkur sem hefur verið við stjórnvölinn í borginni í 2-3 ár af seinustu 30 árum.

Kannski er það rétt. Kannski skammast Samfylkingarfólk sín fyrir 30 ára hnignun borgarinnar, óendanlegar skuldirnar, yfirdráttinn sem vex í sífellu, skatta í hámarki, innviði í molum og borgarfyrirtæki sem hafa ekki efni á fjárfestingum vegna kostnaðar við öll gæluverkefnin. 

Kannski Samfylkingarfólk andi í raun léttar.

En er ekki ólíklegt að nokkur Samfylkingarmaður myndi viðurkenna það fyrir öðrum eða jafnvel bara sjálfum sér? Og hvað þá við pistlahöfund sem finnur upp á orðrómum!

Ég útiloka nú samt ekki að menn viðurkenni það opinskátt innan Samfylkingarinnar að það er mikill léttir að þurfa ekki að svara fyrir neitt í næstu kosningum í Reykjavík - að geta bent á borgarstjórn sem hefur starfað í eitt ár af þrjátíu ára óstjórn og hreinsað ónýtt mannorðið með því.

Kjósendur í Reykjavík gætu jafnvel fallið fyrir slíku.

Ef svo fer þá er ekki annað hægt að segja við Samfylkinguna: Vel spilað!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Orðið á gôtunni.

Sjáfstæði Íslands var falsið eitt.

Persónur og gerendur, Sjálfstæðisflokkurinn, sem seinna tóku allir aðrir íslenskir flokkar þátt í partýinu.

Íslendingar hafa fylgt þjóð sem hefur stundað þjóðarhreinsanir frá upphafi og virðist vera nokkuð stollt af því.

Hver er utanríkisstefna Íslands?

Er hún til?

Ef utanríkisstefna Íslands bundin við NATO?

Sjálfstæð?

Árásarhneigð NATO er þannig byggð að hún er í raun að rústa Evrópu 

Geta utanríkisráðherrar íslands lokað sendiráðum á sitt eindæmi vegna einhvers sem þeim dettur í hug?

Er þingið dautt og þar með lýðræði?

Hvar er sjálfstæði frá Dônum ef við fengum aldrei sjálfstæði í utanríkismálum?

Eigum við að loka sendiráði Bandaríkjanna í dag vegna stríðsglæpa þeirra frá upphafi?

L (IP-tala skráð) 9.2.2025 kl. 03:43

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Skarplega athugað Geir. Eins og staðan er í dag myndi það koma sér vel fyrir Samfylkinguna að koma ábyrgðinni af skaðræðisstefnu sinni í borginni yfir á Sjálfstæðisflokkinn. Borgin komin á haugana eftir 30 ára óstjórn Samfylkingarinnar og nú, undir sömu stjórn, er ríkisstjórnin að skjóta skjólshúsi yfir þjófsnautana í Byrlunarmálinu.  Siðleysi Samfylkingarinnar verður aðeins útskýrt sem massa psycopathia. 

Ragnhildur Kolka, 9.2.2025 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband