Meirihluti um nákvćmlega hvađ?

Meirihlutinn í Reykjavík hefur liđast í sundur og ţótt fyrr hefđi veriđ. Ţeir sem telja 7 ára samstarf Sjálfstćđisflokks og Vinstri-grćnna í Stjórnarráđinu hafa varađ of lengi og ekki veriđ um ekki neitt nema halda völdum hafa vćntanlega mikla samúđ međ ţeim sem finnst R-listaáratugirnir hafa veriđ orđnir alltof margir, og ţá sérstaklega Dagsárin ţar sem borgin keyrđi sig viljandi ofan í skurđ (ţótt sú vegferđ hafi hafist mun fyrr).

Endalok R-listans vara vonandi lengur í ţetta sinn en ţau stuttu hlé sem R-listinn fékk árin 2006-2007 og 2008-2010. Ekkert er samt öruggt í ţeim efnum. Kjósendur borgarinnar láta ítrekađ lokka sig međ gyllibođum og telja sig vera ađ kjósa breytingar en ţađ er sama hvernig innihaldslýsingunni er breytt, bragđiđ breytist ekkert. R-listaflokkarnir tala sig saman í valdastöđur óháđ ţví hvort ţeir eru sammála um grunnatriđin eđa ekki, eđa eins og borgarstjóri lýsir ţví:

Ein­ar seg­ir í sam­tali viđ blađiđ ađ á ýmsu hafi strandađ í gamla meiri­hlut­an­um og nefn­ir til dćm­is skipu­lags­mál, Reykja­vík­ur­flug­völl, leik­skóla- og dag­gćslu­mál og ákv­arđanir varđandi rekst­ur. 

Um hvađ voru flokkarnir eiginlega sammála? Mér sýnist ekki vera neitt eftir. Samt sátu ţessir flokkar saman (međ einhverjum nafnabreytingum en óbreyttu innrćti), fund eftir fund, ár eftir ár, áratug eftir áratug, og ţóttust vera ađ stjórna á međan skólpiđ flćddi í sjóinn, bílar sprengdu dekk í holum á götunum og myglan breiddi úr sér eins og farsótt.

Fariđ hefur fé betra en R-listinn, en vissara ađ stilla bjartsýninni í algjört hóf. Vonandi myndast ný borgarstjórn sem getur unniđ saman ađ skipulags- og rekstrarmálum, er sammála um nauđsyn Reykjavíkurflugvallar og ţorir ađ líta yfir grindverkiđ, til nágrannasveitarfélaga, eftir innblćstri í dagggćslu- og leikskólamálum.


mbl.is Lofađi kjósendum ađ knýja fram breytingar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Menn rífast um flugvöll en virđast innilega sammála um Fossvogsbrú?


Kostnađur viđ nýjan millilandaflugvöll í Hvassahrauni fyrir allt ađ. 19 milljónir farţega á ári er áćtlađur rúmlega 300 milljarđar kr.

Fossvogsbrú mun kosta 10 milljarđa kr. og farţegar ţar verđa í mesta lagi nokkur hundruđ ţúsund á ári  - ríflega áćtlađ

Forgangsröđunin hjá fyrverandi Borgarmeirihluta var einfaldlega rangur og úr ţví verđur ađ bćta

Grímur Kjartansson, 8.2.2025 kl. 13:47

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af sjö og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband