Hvaða tollar hafa hækkað?

Spekingar í hagfræði tjá sig nú mikið um slæm áhrif tolla. Já, tollar eru slæmir, hækka vöruverð, skekkja samkeppni og draga úr henni, leiða til hærra verðlags (verðbólga - verðhækkanir sem afleiðing á auknu peningamagni í umferð - er nokkuð annað), auka á togstreitu og fita ríkissjóði sem þurfa frekar á megrun að halda en hitt.

En skattar hafa sömu áhrif. Virðisaukaskattur er skattur sem eykur verð, eins og nafnið gefur til kynna. Skattar á fyrirtæki leiða til hærra verðlags. Skattar á laun draga úr kaupmætti. Skattar á fjármagnstekjur hækka húsaleigu. Geta spekingarnir ekki tjáð sig um það líka?

Annars er allt þetta tal um slæm áhrif tolla auðveldlega rakið til þess að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, veifar tollum eins og hamri til að berja ríki til hlýðni, og ef Kína er undan skilin hefur hann fengið sínu fram. Landamæraverðir eru mættir og ólöglegir innflytjendur fá nýja áfangastaði. Menn geta deilt um markmiðin, en Trump er að fá sínu framgengt. 

Niðurstaðan er sú að tollar hafa mjög lítið og í fáum tilvikum hækkað.

Áhyggjur spekinganna eru skiljanlegar og góðra gjalda verðar, en þeir eru að tala um eitthvað sem er ekki að eiga sér stað. 

Það sem er hinsvegar að eiga sér stað er að skattheimta er of mikil og að valda nánast öllum sömu neikvæðu afleiðingunum og tollar. Kannski vilja spekingarnir skatta, því þeir borga launin þeirra, en ekki tolla, því þeir hækka verðlagið á jakkafötum og rafmagnsbílum.

Maður spyr sig.


mbl.is Lífskjör munu versna ef tollar verða lagðir á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og átta?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband