Miðvikudagur, 5. febrúar 2025
Hvaða tollar hafa hækkað?
Spekingar í hagfræði tjá sig nú mikið um slæm áhrif tolla. Já, tollar eru slæmir, hækka vöruverð, skekkja samkeppni og draga úr henni, leiða til hærra verðlags (verðbólga - verðhækkanir sem afleiðing á auknu peningamagni í umferð - er nokkuð annað), auka á togstreitu og fita ríkissjóði sem þurfa frekar á megrun að halda en hitt.
En skattar hafa sömu áhrif. Virðisaukaskattur er skattur sem eykur verð, eins og nafnið gefur til kynna. Skattar á fyrirtæki leiða til hærra verðlags. Skattar á laun draga úr kaupmætti. Skattar á fjármagnstekjur hækka húsaleigu. Geta spekingarnir ekki tjáð sig um það líka?
Annars er allt þetta tal um slæm áhrif tolla auðveldlega rakið til þess að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, veifar tollum eins og hamri til að berja ríki til hlýðni, og ef Kína er undan skilin hefur hann fengið sínu fram. Landamæraverðir eru mættir og ólöglegir innflytjendur fá nýja áfangastaði. Menn geta deilt um markmiðin, en Trump er að fá sínu framgengt.
Niðurstaðan er sú að tollar hafa mjög lítið og í fáum tilvikum hækkað.
Áhyggjur spekinganna eru skiljanlegar og góðra gjalda verðar, en þeir eru að tala um eitthvað sem er ekki að eiga sér stað.
Það sem er hinsvegar að eiga sér stað er að skattheimta er of mikil og að valda nánast öllum sömu neikvæðu afleiðingunum og tollar. Kannski vilja spekingarnir skatta, því þeir borga launin þeirra, en ekki tolla, því þeir hækka verðlagið á jakkafötum og rafmagnsbílum.
Maður spyr sig.
![]() |
Lífskjör munu versna ef tollar verða lagðir á |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:43 | Facebook
Athugasemdir
Þú augljóslega hefur ekki þekkingu á munin á milli tolla og skatta.
Skattar eru lagðir á neyslu innanland. Tollar eru lagðir á innflutning.
Óþarfi að þakka mér fyrir að uppfræða þig um jafn einfaldar staðreyndi.
Bjarni (IP-tala skráð) 6.2.2025 kl. 00:03
Bjarni,
Takk fyrir þessa fræðslu á mismunandi útfærslum á lífskjaraskerðingum yfirvalda með hækkun verðlags eða skerðingu á kaupmætti.
Geir Ágústsson, 6.2.2025 kl. 05:57
Heyr, heyr.
Bestu kveðjur.
Guðjón E. Hreinberg, 6.2.2025 kl. 10:10
Ef ekki væri fyrir tollamúra og innflutningshöft
Þá mundi íslenskur landbúnaður líða undir lok
Það eru ekki mörg ár (finnst mér) síðan mikilvægt þótti að halda landinu í byggð og nokkrum áratugum áður því jafnvel haldið fram að landnámsmenn frá öðrum ríkjum mundu vera fljótir að setjast að í eyðifjörðum á Íslandi
Nú fer fram svipuð umræða um strandveiðar sem ætlað er að glæða hafnir "úti á landi" lífi. Grímsey er skýrasta dæmið - fiskikvóta úthlutað en enginn aðstaða í Grímsey til að taka við aflanum svo undanþæaga er veitt til að byggð geti haldist í Grímsey
Grímur Kjartansson, 6.2.2025 kl. 11:00
Er Dóni Prump að fá sínu framgengt? Sem er þá hvað? Það virkað svo ljómand vel í kjölfar kreppunar að loka á alþjöðaviðskipti, ekki satt? Prump hefur talið kjósendum sínum trú um að tollar séu grsiddir af útflytjendum þegar allir með þó ekki nema hálfu viti, vita að tollarnir eru greiddir af neytendum í því landi sem leggur á tollana.
Þessi tollastefna Prumps ýtir undir verðbólgu heima fyrir og eyðileggur útflutningsmarkðaði BNA.
Og svo ætlar Prump að leggja undir sig Gasa, flytja ibúana til Egyptalands og/eða Jórdaníu, og breyta því í sumarleyfisstað. Auðvitað ætlar kaninn ekki að borga fyrir uppbyggigingum, það eiga aðrir að gera.
Prump er nautheimskur og geðveikur helvítis drullusokkur.
Bjarni (IP-tala skráð) 6.2.2025 kl. 18:29
Bjarni,
Á hvaða viðskipti hefur verið lokað? Hvaða tollar hafa í raun verið lagðir á? Pistill minn var ekki stuðningur við aðferðir Trump - að hóta því að gera ábatasöm viðskipti við Bandaríkin minna ábatasöm (mögulega á kostnað eigin þegna í leiðinni) - heldur að benda á að svimandi skattheimta er skaðleg eins og tollar, en hérna þegja spekingarnir.
Geir Ágústsson, 6.2.2025 kl. 19:50
Líkt og Bjarni bendir á þá þá koma eru flestir tollar og gjöld í dag frá ESB
Áður fyrr var þetta bara tíund af tekjum til ?
Hver er þessi almáttugi sem við þurfum að beygja okkur og bugta til - annars
Grímur Kjartansson, 6.2.2025 kl. 21:50
Ég er enn að bíða eftir svarinu við hverju Prump hefur fengið framgengt. Er það að fá bandalagsþjóðir BNA til áratuga upp á móti sér,Kanada og Mexikó,mestalla Evrópu, Egyptaland, S-Arabíu, S-Kóreu, Japan? Ef svo er þá hefur hann blómstrað í embætti fyrstu tvær vikurnar, ekki spurning.
Þetta er þegar upp er staðið er Prump elliært gamalmenni rausandi tóma þvælu og fælandi frá BNA allar þeirra bandalgsþjóðir.
Varðandi tolla getur þú svo velt því fyrir þér hvort Apple haldi sama verði á sínum vörum þegar þeirra helsti keppinautur, Samsung, sætir tollum á innflutningi. Svarið er í micro-economics 101.
Bjarni (IP-tala skráð) 6.2.2025 kl. 23:28
Engin svör um hvað Prump hefur fengið framgengt. Átti ekki á öðru von.
Þegar geðsjúklingurinn tekur yfir höllina breytist hann ekki í konung, höllin breytist í geðveikrahæli.
Bjarni (IP-tala skráð) 7.2.2025 kl. 17:16
Bjarni,
Meira að segja RÚV (með sinn snúning á raunveruleikann) getur svarað spurningum þínum. Ég gerði ráð fyrir að ef RÚV veit, þá vita allir.
Bandaríkjastjórn frestar álagningu tolla á Mexíkó um einn mánuð - RÚV.is
Geir Ágústsson, 7.2.2025 kl. 21:22
Afsakuðu fattleysið, en var þetta svar! Hvern fjandan veit RUV sem eg og þú vitum ekki?
Ef þú heldur að RÚV sé eitthvað leiðarljós fyrir þá sem ekki geta afbotið Prump þá ertu jafnvel heimskari en ég hélt þú værir.
Bjarni (IP-tala skráð) 8.2.2025 kl. 02:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.