Sunnudagur, 2. febrúar 2025
Trump-áhrifin
Ég ætla að gera nokkuð sem ég geri mjög sjaldan og það er að taka undir orð íslensks prófessors. Hressandi undantekning, ef eitthvað.
Svolítið viðtal við Gylfa Zoëga hagfræðiprófessor er um margt skynsamlegt. Það má draga úr því þann lærdóm að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er enginn hagfræðingur en telur sig geta notað verkfæri hagfræðinnar sem einhvers konar samningatól til að ná fram öðrum markmiðum. Gylfi talar um einvald sem er ekki skrýtið en embætti Bandaríkjaforseta er mjög valdamikið, óháð því hver mannar það, og má teljast furðulegt í ríkinu sem var búið til svo völd hins opinbera yrðu sem takmörkuðust, ekki mest.
Trump ætlaði að enda eitt af mörgum stríðum heimsins á sólarhring en núna á það að taka 100 daga og ég er ekki að sjá hvað er í raun að gerast til að ná því markmiði.
Það er gott að hann setti bremsu á stjórnlaust flæðið úr bandaríska alríkiskassanum og strokaði út allskyns áherslu á kynhneigð og húðlit þegar á að manna stöður. En það er slæmt að vera hjakkast í nánustu bandamönnum og raunverulegum vinum Bandaríkjanna með látum.
Hvað sem því líður þá var kjör Trump ekki eitthvað einsdæmi á vestrænan mælikvarða þótt það hafi nánast verið fordæmalaust í bandarískum stjórnmálum. Í mörgum ríkjum eru kjósendur að hafna þeirri hugmyndafræði sem hefur verið keyrð af miklu offorsi á okkur seinustu ár. Þjóðverjar munu gera það sama á næstu dögum, rétt eins og Danir, Hollendingar, Svíar, Norðmenn og Ítalir á undan, svo eitthvað sé nefnt.
Trump-áhrifin eru þannig bland í poka - bland af frekjuköstum og skynsemi, árásargirni og friðarviðræðum, klappi á rass og atlögu að nauðgurum, aðhaldi og eyðslu. Yfir það heila samt skárri blanda en það sem áður var við lýði og ég held að við munum sjá það fyrr en síðar ef þá ekki hreinlega nú þegar, óháð magni heilaþvottar.
Trump-áhrifin: Minni alþjóðaviðskipti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:34 | Facebook
Athugasemdir
Trump er skemmtilegur, og að mínu mati að gera góða og mjög þarfa hluti.
Okkar fyrirmenni ættu að taka hann sér til fyrirmyndar.
En... því miður er okkar fólk á valdi sjálfstortímingarhyggjunnar sem tröllríður öllu í Evrópu, og hefur gert lengi.
Ásgrímur Hartmannsson, 2.2.2025 kl. 19:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning