Þegar blaðamenn hætta að vera fjölmiðlafulltrúar

Það þarf ekki mikið til að minna mig á veirutímana þar sem fulltrúar yfirvalda mættu dag eftir dag á blaðamannafundi og fengu ekkert nema sárasaklausar spurningar á meðan samfélaginu var haldið í spennitreyju og lögreglan kíkti í gegnum glugga hjá fólki til að athuga hvort einhver ólögleg samkoma væri að fara fram.

Blaðamenn mega allir sem einn skammast sín frá toppi til táar fyrir algjört getuleysi sitt á þessum tímum, með örfáum undantekningum. Þeir brugðust. Þeir veittu ekkert aðhald, fóru aldrei út fyrir handritið og þeim datt jafnvel í hug að leggja til harðari atlögu að frjálsu samfélagi en var á dagskrá yfirvalda á hverjum tíma.

Þetta ástand virðist að því er virðist, og sem betur fer, vera að baki, og áskrifendur farnir að verðlauna raunverulega blaðamennsku þar sem stjórnmálamönnum er veitt fyrirsát.

Ef fjölmiðlar ættu bara að endurvarpa skoðunum yfirvalda þá væru þeir óþarfi. Oflaunaðir blaðamannafulltrúar ættu þá sviðið og þyrftu ekki milliliði til að bergmála tilkynningar sínar.

Þegar fólk tengt stjórnmálum kvartar yfir blaðamönnum þá ættum við að klappa. Blaðamenn hafa ekki alltaf rétt fyrir sér frekar en aðrir en einmitt þess vegna eiga þeir að fá að starfa og jafnvel rífast og við hin að fylgjast með og jafnvel að mynda okkur skoðun í leiðinni.

Takk, blaðamenn sem eru ásakaniðir um að veita einhverjum fyrirsát, jafnvel þótt hún sé byggð á misskilningi á skattalöggjöf, orðrómum athyglissjúkra eða gallhörðum staðreyndum.

Við hin reynum svo að gera okkar besta til að melta ykkar vinnu, sé hún næringarrík. 


mbl.is Óbirtur þáttur veldur taugatitringi í stjórnarliði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband