Mánudagur, 27. janúar 2025
Nú verður skákað í skjóli Trumps
Einn óheppnasti álitsgjafi og pistlahöfundur Íslands þessi árin er Sigmundur Ernir Rúnarsson, ræðumaður. Hann vildi á veirutímum mismuna fólki eftir vali á lyfjagjöf, og boðar auðvitað allt þetta venjulega: Hærri skatta, lægri skatta, meira frelsi og minna frelsi. Staðfastur eða ekki, og drifinn áfram af hugsjónum eða andrúmslofti dagsins.
Nýlega sleppti hann lausum pistli þar sem hann varar við nýkjörnum forseta Bandaríkjanna. Heimsendir er í nánd, ef marka má Sigmund Erni:
Mannréttindasigrum síðustu áratuga, sem hafa unnist með blóði, tárum, dauða og útlegð, verður snúið í tap. Líklega afhroð.
Úff! Blóð!
Það er búið að gefa út leyfi til að láta hvað eina út úr sér.
Ónei! Það er búið að gefa út leyfi! Leyfi!
Fyrir vikið munu hatursglæpir aukast. Og þeir verða hræðilegri en áður hefur þekkst.
Af því það er búið að gefa út leyfi fyrir glæpi? Það fylgir ekki sögunni.
Það skal þegar snúið af þeirri beinu braut mannréttinda þar sem hlustað er á allar raddir samfélagsins.
Ekki satt?
Og vel að merkja, hér eftir eru kynin aðeins tvö, karl og kona.
Jæja þá, líffræðikennslan mín í grunnskóla var þá ekki algjör vitleysa. Eftir stendur hugtakið kynvitund, sem öllum er þannig séð sama um: Fólk á hafa hvaða þá vitund sem það kærir sig um. Kynin verða áfram tvö.
Það læðist að manni sá grunur að ræðumaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson hafi verið hér að verki sem pistlahöfundurinn Sigumundur Ernir Rúnarsson, en látum það liggja á milli hluta.
Margir eru enn að fara á taugum yfir niðurstöðum forsetakosninga í Bandaríkjunum. Gott og vel, forseti Bandaríkjanna er valdamikill og áhrifamikill. En kannski reynslan af fyrri forsetatíða sama manns gefi ástæðu til að taka því rólega. Á þeirri forsetatíð hófust engin ný stríð og sum vopnlaus átök tóku jafnvel enda. Allt tal um að taka þetta og hitt er samningatækni manns sem hefur rifist við byggingaverktaka í áratugi og beitir núna sömu aðferðafræði sem stjórnmálamaður. Hvort það virki eða ekki kemur í ljós, og í lýðræðisríki afhjúpa kjósendur skoðun sína á því í næstu kosningum. Köllum það lýðræði, hvort sem okkur líkar betur eða verra.
Ég er enginn sérstakur stuðningsmaður eða andstæður núverandi Bandaríkjaforseta en frekar rólegri en hitt að það tókst að moka út fráfarandi strengjabrúðunni sem var að steypa heiminum svolitla ringulreið, mögulega í svefni.
Sjáum bara hvað setur, segi ég.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er hrifin af að Trump skuli loka fyrir greiðslur úr ríkissjóði meðan ekki er hægt að gera grein fyrir HVERS VEGNA er verið dæla þessum skattpenngum út.
Móðir mín sáluga sem fædd var 1929 sá fyrir sér þegar hún í sínu ungdæmi hlustaði á umræður frá Alþingi að fólk væri að stela fé úr ríkiskassanum
Það virðist ekkert hafa breyst á Íslandi
Grímur Kjartansson, 27.1.2025 kl. 22:46
Það eru reyndar stórtíðindi aðSER skuli skrifa um eitthvað en dásemd þess að ganga í ESB eða er það núna ES.
En come on, Trump er fífl. Flytja alla palestínumenn til Egyptalands eða Jórdaníu. Knýja Evrópu til að eyða 5% af þjóðarframleiðsu til að kaupa vopn af BNA. Hernema Grænland. Breyta nafni Mexíkóflóa í Ameríkuflóa. Hernem Panama-skurðinn.
Þessi helvítis viðbjóður er vitstola narsisiti, ætti að vera vistaður á vitleysingahæli.
Bjarni (IP-tala skráð) 27.1.2025 kl. 23:50
Misjafnt er mannanna mat. Konur í íþróttum fylktu sér að baki Trump því hann segir að kynin séu tvö. Þannig hefur það verið og þannig mun það verða þrátt fyrir alls konar skoðanir. Lög ríkis eiga að ganga úr frá því, Trump breytti Biden kjaftæðinu í þeim efnum.
Stúlkur í háskólum geta nú stundað íþróttir án þess að karlmenn, sem skilgreina sig sem konur, troði sér þar inn. Sama með baðklefa og önnur einkarými. Sigmundur heldur að mannréttindi trans-hópa minnki, nei það er ekki svo. Allir hafa enn sömu réttindi sem kona og karl.
Hér má hlusta á áhugaverða greiningu á ákvörðun Trump. https://www.youtube.com/watch?v=HTBFEsUfKik&feature=youtu.be
Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2025 kl. 08:36
Er þetta bara ekki sama sagan með Sigmund.
Stormur í "rauðvínsflösku glasi"
Sigurður Kristján Hjaltested, 28.1.2025 kl. 15:45
Grímur,
Að sjálfsögðu. Gerum við þetta ekki sjálf í heimilisbókhaldinu, jafnvel mánaðarlega?
Bjarni,
Sástu hvernig stysta viðskiptastríð heims endaði í því að Trump getur núna losnað við ólöglega innflytjendur og glæpamenn? Hann er alltaf að semja, á sinn hátt. Sjáum samt hvað setur - Danir eru að míga í sig þessa dagana en niðurstaðan verður auðvitað ekkert annað en að Bandaríkjamenn fá að planta fleiri herstöðvum á Grænlandi, álíka þeirri sem Íslendingar sjúga milljónir úr í Keflavík.
Óheflað, vissulega.
Helga,
Þarna er Trump að gera allt hárrétt.
Sigurður,
Maður gæti haldið!
Geir Ágústsson, 28.1.2025 kl. 19:17
Sæll Geir,
Þú ert hér að tala um manninn sem að vildi borga Icesave, svo og ásamt henni Jóhönnu, Róbert Marshal, nú og svo öllu litla, litla, nice, nice- liðinu í Samfylkingunni setti á þessar skerðingar á aldraða og öryrkja 2009. Já, já að hugsa sér að þessi maður sé núna kominn aftur og það inn á þing.
Skjaldborgin varð að gjaldborg,
við það voru mikil öskur og sorg,
er 10 þúsund fjölskyldur voru bornar á
torg
og settar í stóra þrotaborg.
Skerþingum var skellt á öryrkja með
stæl,
og samspillingin dansaði sigursæl
við SpKef og kapitlsins skíthæl.
Örykjar engu afsökun fengu,
ritstýrðu fjölmiðlar höfðu að engu
til að forða að Samfóistar í snörunni
hengu.
KV. Þorsteinn.
Þorsteinn Sch. Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.1.2025 kl. 19:37
Geir, það er eitt að losa sig við ólöglega innflytjendur og glæpamenn, allt annað að gerast ofbeldismenn gegn vinveittum þjóðum.
Það er án nokkurs vafa að BNA getur fengið að setja herstöðvar sínar á Grænlandi. Ekki voru þeir reknir frá Íslandi á sínum tíma, þvert á móti fóru þeir sjálfviljugir án þess að kveðja Dabba og Dóra. Sama á við um flest önnur Evrópulönd, nema ef vera skyldi Frakkland.
Þessi fyrirsláttur um að yfirráð BNA yfir Grænlandi sé nauðsynlegt þeirra öryggi er fáránleg þvæla.
Appelsinugula ógeðið gengst upp í því að troða illsakir við hollustu bandamenn BNA á meðan hann sleikir upp þá sem hann helst vill líkjast, feita svínið í N-Kóreu og putler . Þennan viðbjóð á að vista á vitleysingahæli undir eftirliti 24/7 þangað til hann drepst, sem verður vonandi fyrr en síðar.
Bjarni (IP-tala skráð) 29.1.2025 kl. 00:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.