Beittir blaðamenn

Um árabil virtist eins og einu virkilega beittu blaðamennirnir væru þeir á vinstri vængnum að pota í stjórnmálamenn á hægri vængnum. Að baki voru auðvitað pólitískar ástæður en stundum má segja að það er sama hvaðan aðhaldið kemur, óháð sannleiksgildi ásakana. Ráðherrar bognuðu, aðstoðarmenn stjórnmálamanna látnir segja af sér og hlutabréfakaup ættingja stjórnmálamanna gerð að umfjöllunarefni í leit að spillingu.

Það skipti ekki alltaf máli að stundum var ekkert að finna. Það sem skipti máli var að blaðamenn voru að þefa og lyfta sérhverjum steini og veita aðhald.

Nú er eins og öllu hafi verið snúið við. Nú eru það vinstrisinnuðu stjórnmálamennirnir sem fá erfiðu spurningarnar. Fyrir vikið hafa menn gefið frá sér þingsæti og mögulega er heill stjórnmálaflokkur að fara þurrkast út á næstu vikum. Yfirlýsingar um aðhald og sparnað og skattahækkanir fá góða umfjöllun og eftirfylgni. Blaðamennska, í stuttu máli.

En betur má ef duga skal. Reykjavík er rekin á yfirdrætti og atvinnulífið má ekki við meiri skattahækkunum. Innviðir eru komnir að þolmörkum og peningar flæða í vasa útlendinga í leit að bótum. Á meðan sitja öryrkjar og aldraðir eftir og öfunda vistmenn fangelsa sem er gætt af íslenskumælandi fólki og fá laun fyrir dvölina. 

Blaðamenn geta samt ekki unnið alla vinnuna. Kjósendur þurfa líka að leggja sitt af mörkum. Þeir þurfa að hætta að falla fyrir gylliboðum og átta sig á því að stundum þarf að taka út höfuðverk eftir mikið sukk áður en heilsan batnar. Hérna er bjartsýni mín vægast sagt takmörkuð en lyftist aðeins við að sjá þróun mála í ýmsum öðrum ríkjum - jafnvel Danmörku - þar sem er eins og allt í einu hafi kviknað á perunni.

Út með vók, girðum okkur í brók - það er verk að vinna!


mbl.is Kristrún vill ekkert segja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Það er nú bara vegna þess að Mogginn og félagar eru að reyna sprengja ríkisstjórnina út frá FF. Þeir kunna þetta alveg ef þeir vilja, þeir ættu að taka Ölmu og sýna fram á hvernig hún vissi að verið væri að skaða þjóðina með eiturefnum, ranglega kölluð bóluefni. 

En hver borgaði styrkina, er það ekkiþeirra að greiða til löglegra aðila?

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 25.1.2025 kl. 09:34

2 identicon

ÉG myndi detta niður dauð ef ég heyri í fjölmiðlamann, hér á landi, sem vill fá svör og gefur viðmælanda sínum ekkert eftir, https://x.com/i/status/1882876054542631343

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 25.1.2025 kl. 10:10

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er svo sjaldgæft að þeir poti í pólitikusa sem eru að gera eitthvað sem er bætði rangt og ólöglegt.

Oftast er það bara pot í ranga menn vegna einhvers sem vekur öfund.  En það hefur hingað til gefist vel.

Þetta mál fer líklegast ekkert, alevg eins og venjulega.  Gerir Ingu Sæland bara óvinsæla.

Ásgrímur Hartmannsson, 25.1.2025 kl. 17:32

4 identicon

Hvaða blaðamaður sem klínir sér við vinstri eða hægri stefnu, má hreinlega aldrei treysta.

Báðar stefnur eru glóbalískar og þar með fasískar með sama draum.

það að engin munur sé á hægri eða vinstri, ætti að kveikja á kertum.

En, fávitavæðingin gengur hreint ágætlega.

L (IP-tala skráð) 26.1.2025 kl. 00:19

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Skortur á gagnrýni fáviskunnar hefur leitt til ómælds skaða. Menn hafa gengist upp í að yfirbjóða vitleysuna svo vísindi, heilbrigði og menntun halfa borið varanlegan skaða af. Heilu kynslóðunum skolað niður í skolpið. Nú er svo komið að BNA (fyrirmynd okkar í flestu) hafa vanrækt skyldu sína að mennta ungviðið að því marki að ekki er lengur hægt að  fá kennara til starfa. Slegið er af kröfum um menntun kennara í fjölda ríkja og nýlega setti New Jersey lög þar sem ekki er lengur krafist lestrar, skriftar eða reiknikunnáttu til kennarastarfsins. Við erum að fylgja þessari forskrift og náð þeim mikilvæga árangri að minnka kennslu í grunn þáttum menntunar, þannig að hátt í helmingur skólabarna er varla læs hvað þá fær um að reikna sér til gagns. Stutt í að setja lög um lækkun krafna til kennslu. 
Andóf gegn þessu afturhvarfi til fáfræði er Trump. Ekki endilega að hann sé andhverfan heldur áttaði hann sig á andófinu og gerðist talsmaður þess. Hann hefur nú þegar áorkað miklu sem hefði annars tekið miklu lengri tíma, það er ef ekki lognast útaf fyrir ofríki dellumakkaranna. Við sjáum nú þegar breytingu í viðhorfum Vesturlanda, Evrópa er að átta sig á að hún lét teyma sig út í sjálfseyðingarfen með stuðningi við stríð sem var algerlega óþarfi að há. En það tekur tíma að snúa því skipi við og í millitíðinni er nýkjörin ríkisstjórn Íslands að reyna að troða íslensku þjóðinni inn í þetta sökkvandi skip. 
Já Geir, þú segir satt: [kjósendur] þurfa að hætta að falla fyrir gylliboðum.

Ragnhildur Kolka, 26.1.2025 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband