Fimmtudagur, 23. janúar 2025
Ætla Sjallar að taka til?
Stundum breytist allt svo hratt eftir að eitthvað eitt gerist. Eitthvað veigamikið, en bara eitthvað eitt. Nýlega tilkynnti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér í þá formannsstöðu aftur og þar með forystu flokksins. Fjölmiðlar fóru á flug að spá í því hver gæti tekið við af honum. Augljóslega var varaformaðurinn, Þordís Kolbrún Gylfadóttir, nefnd. En hvað gerir hún? Lýsir því yfir að hún ætli ekki að gefa kost á sér í stjórnarsetu í flokknum. Sama dag les ég svo að Diljá Mist Einarsdóttir vilji bjóða fram krafta sína, sé eftirspurn eftir því. Ritari flokksins er ekki nefndur í neinu samhengi, skiljanlega, og má taka út fyrir sviga. Sú staða er laus til umsóknar.
Þetta lofar góðu og sýnir að flokkurinn er kannski mögulega opinn fyrir því að líta í eigin barm og leyfa ferskum röddum að heyrast og grunnstefi flokksins mögulega í leiðinni. Ég tek það fram að ég er hjartanlega ósammála eiginlega öllum Sjálfstæðismönnum í einhverju - jafnvel veigamiklum málum - en játa að ég hef taugar til flokksins sem ég tilheyrði á tímabili og kaus þegar ég gat kosið og valdi að kjósa, sem er fyrir áratugum síðan.
En það er ekki nóg að ein Þórdís stígi til baka og ein Diljá stígi fram. Það er vissulega góð byrjun, en það þarf meira. Það er gott að flokkurinn ákvað ekki að draga landsfund sinn og hnignun sína á langinn með vísun í veðurspá og undirbúningstíma. Enn betra væri að fá sæmilega úthreinsun og fólk í forystu sem hefur sumt orðið vinsælt á því að segja óvinsæla hluti, en um leið rétta. Diljá er dæmi um slíka manneskju í ákveðnum málum, en hverjir aðrir? Sjáum hvað setur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:06 | Facebook
Athugasemdir
Hvers vegna þarf stjórnmálaflokkur sem hefur stjórnað atburðarás í íslenskum stjórnmálum að taka til?
Myndband um næst stærsta sendiráð í heimi ( í byggingu, Líbanon )
Er eitthvað sem Íslendingar ættu að horfa á.
Sjálfstæði Íslands frá Danmôrku var alltaf lygi.
Og þar með hefur Sjálfstæðisflokkurinn alltaf logið.
L (IP-tala skráð) 24.1.2025 kl. 00:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning