20. janúar 2025

Ég vil byrja á að deila myndbandi með fyrirsögninni „Ó kæra/kæri, þetta myndband eltist ekki vel“, þar sem farið er yfir djarfar yfirlýsingar fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þáttastjórnenda, Hollywood-stjarna, álitsgjafa og annarra í aðdraganda forsetakjörs Donald Trumps fyrir kosningarnar 2016:

En það er eitthvað miklu meira að gerast en að gamlir spádómar þeirra vitrustu og hæfileikaríkustu séu að hrynja eins og spilaborgir (enn og aftur). 

Það er eins og að heil spilaborg hafi hrunið og að margir geti dregið andann á ný (nema flugfreyjur). Trump er auðvitað eins og hann er, eða var, eða er. Ég spái ekki svo mikið í hans persónu eða skapgerð. En tilvist hans ein og sér virðist vera nothæf sem tækifæri til að sparka niður allskyns þvælu og rugli sem hefur plagað okkur eins og heilavírus í fjölda ára. Ekki lengur eru kynin óendanlega mörg, loftslagið að tortímast af því þú átt bensínbíl og ólöglegir innflytjendur með glæpahneigð einhvers konar blessun. Ég er ósammála Trump í mjög mörgu, og er ekki viss um að ég vilji heyra hann tala um konur og rassa og slíkt í minni nærveru. En kjör hans eitt og sér virðist hafa opnað glugga í kæfandi herbergi og leyft fólki að draga andann á ný.

Svo sem að fyrirtæki telja aftur óhætt að ráða starfsfólk á grundvelli hæfileika, getu, þekkingar og reynslu frekar en á grundvelli húðlitar og tegund kynfæra. 

Svo sem að átök eru að færast í vopnahlé.

Svo sem að Evrópa telji sig þurfa að taka ábyrgð á sjálfri sér frekar en að treysta á bandaríska skattgreiðendur.

Trump var kannski rafstuðið sem heimurinn þurfti á að halda. Ég segi rafstuð því það er bæði óþægilegt og getur annað hvort drepið þig eða læknað.

Við sjáum nú hvað setur. Mér finnst Trump vera búinn að raða í kringum sig hæfileikafólki - sumt hvert pólitískir andstæðingar hans fyrir ekki svo löngu síðan - og hann getur látið duga að hrópa á heimsleiðtoga eins og hann hrópaði á verktaka undanfarna áratugi og eitthvað fer að gerast.

Höldum okkur fast. Næstu fjögur ár verða rússíbani.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Það er margt í máli Trumps sem hægt er að taka undir, ólöglegir innflytjendur og þrúgandi vók-ismi.

Svo er annað sem er tóm djöfulsins þvæla. Evrópa skuldar NATO og USA ekki krónu. Það er enginn NATO-her til sem USA hefur fjármagnað. Þetta er þeirra eigin varnir, þeirra eigin herstöðvar, sem þeir hafa kosið að staðsetja í Evrópu, með leyfi frá Evrópu, í þeirri von að ef til átaka kæmi yrði vígvöllurinn Evrópa en ekki Ameríka.

Það er þeirra að verja eigin landamæri en ekki Mexiko að byggja landamæravegg fyrir þá.

Það hefur verið hans ær og kýr að vaða með dónaskap, lygum og ruddamennsku yfir alla þá sem ekki falla fram og tilbyðja hann.

Nú hefur viðbjóðurinn jafnvel haft á orði að ráðast á NATO-ríki til að vinna landsvæði. Sjálfsagt of heimskur til að átta sig á því að BNA eru skuldbundin til að koma Danmerku til varnar gegn árásum.  Ekki gleyma því að það er ekki á valdi forsetans heldur þingsins að hefja stríð. Nú eða þá að segja sig úr NATO.

Nú er ég enginn stuðnðngsmaður demma og hef engann áhuga á að styðja þeirra vók-þvælu. Ég er heldur enginn stuðningsmaður Trumps og hans narrsisisma. En það er illa komið fyrir stærsta herveldi heims þegar hófsamir og friðsamir eru heimilislausir.

Bjarni (IP-tala skráð) 21.1.2025 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband