Fyrsti áfangi borgarlínu felur ekki í sér að kaupa farartæki

Er það bara ég eða er ekki eitthvað skondið við að fyrsta verklega framkvæmd borgarlínu er án farartækis? Sú framkvæmd er hjólabrú þar sem vindar blása og tengir saman Sky Lagoon og Háskóla Íslands, en ekki hvað. Kannski ferðamenn geti nýtt hana til að komast hratt frá BSÍ í bað, gefið að einhver vilji lána þeim hjól.

Ég er hlynntur almenningssamgöngum og nýt þess mjög að búa í borg þar sem er nóg af slíku og gerir mér kleift að vera bíllaus nánast alla daga. Ég skil alveg rökin fyrir því að almenningsvagnar njóti forgangs, og að þeir séu jafnvel á sérakreinum, a.m.k. á völdum köflum, til að halda áætlun.

Í öll þessi box krossar Borgarlínan þannig séð. 

En það gera strætisvagnar líka. Það væri sennilega frekar auðvelt að tryggja honum pláss á vegum með því að leggja á völdum köflum sérstakar akreinar. Útbúa að- og fráreinar og hafa forgang fyrir strætó á ljósunum. Minnka vagnana og fjölga þeim þar sem farþegar eru fáir, safna farþegum saman á stærri stöðvar (þar sem er hægt að míga án þess að æla í leiðinni úr velgju) og keyra þaðan í stærri vögnum.

Ég á frænku sem býr í miðbæ Hafnarfjarðar og vinnur í miðbæ Reykjavíkur. Hún notar stundum strætó og líkar vel. 

Þetta er hægt, og hægt að gera þannig að fólk velji að láta bílinn standa heima og fara í staðinn í strætó. 

Í nokkur ár bjó ég í Álaborg í Danmörku sem minnir um margt á Reykjavík: Rúmlega 100 þúsund manna borg og nærliggjandi bæir. Dreifð byggð. Oft leiðinlegt veður. Aldrei var erfitt að komast með strætó. Hvernig? Ég veit það ekki. Þetta virkaði og bíllinn bara notaður í stærri verslunarferðir og varla það.

Þegar milljarðar eru farnir í göngubrú sem ekkert farartæki fer yfir þá hlýtur einhver að fara biðja um farartæki - línuna sem tengir saman Sky Lagoon og Háskólann í Reykjavík. Verða einhverjir peningar til? Verður eitthvað eftir til að reka þessa venjulegu strætisvagna?

Borgarlínan: Áætlunin sem afnám almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu?


mbl.is Framkvæmdir við borgarlínu hefjast á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Strætó-kerfið virkaði ágætlega 2005, og þar um kring.  Við erum að tala um sennilega 3-5 ára tímabil.

Svo var það kerfi eyðilagt af borgaryfirvöldum.  Bara af því bara.

Ásgrímur Hartmannsson, 16.1.2025 kl. 16:30

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Stjórnsýslan í kringum borgarlínu er ekki betri en það að leiðin frá Hamraborg að brúnni hefur ekki enn farið í deiliskipulag. Það er rétt verið að kynna þetta núna með glærukynningum.

Strætókerfið var ekkert betra 2005 en alveg fram til 2012 þá var leitað lausna í kerfinu. Eftir þann tíma hefur ekkert verið gert en sífellt tuggið á borgarlínukjaftæðinu. Með þessu líka ótrúlega árangri að gera kerfið nánast ónothæft.

Rúnar Már Bragason, 16.1.2025 kl. 17:51

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ég og hundanir röltum oft hringinn í kringum flugvöllinn og gerðum það síðast í morgun. Það eru oftast mjög fáir á ferðinni á þessari leið og enginn í morgun frá Ægissíðu inn í Öskjuhlíð. En yfirleitt hittum við einhverja túrista í Öskjuhlíðinni að leita að Perlunni því ekki er gönguleiðin þangað merkt
Svo ég á ekki von á því að margir gangandi eða hjólandi muni nota þessa brú

Grímur Kjartansson, 16.1.2025 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband