Flokkurinn sem síar út hugsjónafólk

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið duglegur seinustu árin við að hreinsa hugsjónafólk út af framboðslistum sínum. Er mér hérna efst í huga Sigríður Andersen sem situr núna á þingi fyrir Miðflokkinn. Hún lét dómaraklíkuna bola sér úr ráðherraembætti og almennir flokksmenn í Sjálfstæðisflokknum sáu svo um afganginn með því að skjóta henni langt niður á framboðslista og núna er hún komin annað. Tapið fyrir flokkinn er mikið. Engu að síður gæti næsti formaður Sjálfstæðisflokksins kannski þegið innblástur frá Sigríði. Hún stóð nefnilega oftast í lappirnar, og skal hér tekið dæmi.

Árið er 2015 og til stendur að stofna sérstakan jafnréttissjóð fyrir fleiri hundruð milljónir af fé skattgreiðenda. Óumdeilt mál, ekki satt? Ég meina, jafnréttissjóður! Hver vill ekki jafnrétti? Hver vill ekki sjóð til að styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna“ (eins og segir á heimasíðu sjóðsins)? Og kenna unglingum að fróa sér og karlmönnum að hata sig, svo það sé nefnt.  janei

Hérna stóð Sigríður Andersen í lappirnar fyrir hönd skattgreiðenda og kaus ein þingmanna gegn stofnun þessa sjóðs. 

Ein þingmanna!

Þetta segir okkur ýmislegt um þingmenn almennt. Þeir feykjast um eins og lauf í vindi og moka fé almennings ofan í nýjustu delluna, aftur og aftur. 

Formaður Sjálfstæðisflokksins þarf að vera af annarri tegund og það þarf að gilda innan þings og utan því stundum þarf líka að takast á við raddir innan flokksins sem vilja skreyta sig með nýjustu tískunni á kostnað almennings. 

Fyrir þá sem vilja sjá í hvað milljónirnar mörgu sem Sigríður vildi halda eftir í vösum skattgreiðenda hafa farið í er hægt að rýna í skýrslu sjóðsins fyrir árin 2016-2020. Ég tel óhætt að fullyrða að hverri einustu krónu hafi verið sóað og að ekkert nothæft hafi komið út úr styrkveitingum sjóðsins, ekki frekar en jafnlaunavottunninni sem Sigríður kaus að vísu með (óvænt að mínu mati, m.v. hennar opinberu skoðanir á slíku brölti) en getur nú barist í samstarfi við Diljá Mist Einarsdóttur í Sjálfstæðisflokknum fyrir því að afnema og spara þannig hagkerfinu svimandi fjárhæðir.


mbl.is Ný forysta í uppsiglingu: Hver tekur við taumunum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Heyr, heyr.

Guðjón E. Hreinberg, 15.1.2025 kl. 13:08

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Annaðhvort er áhuginn á Landsfundinum mikill eða fólk er strax síað út
allavega virkar skráningarsíðan ekki

https://audkenning.umsja.is/?aud=xd.eydublod.is&returnurl=%2FLandsfundur_2025%3Fsub%3Dxd&authId=ed74809e-4615-4a1a-b73a-96f4b6b9de16

Grímur Kjartansson, 15.1.2025 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband