Þriðjudagur, 14. janúar 2025
Ætlar ríkisstjórnin að koma á óvart?
Fráfarandi og núverandi orkumálaráðherra skiptast nú á skeytum og saka hvorn annan um að fara sér of hægt í aukinni orkuöflun, og telja báðir sig vera mikilvirkari í að stuðla að slíkri öflun.
En yndislegur rígur!
Í bili eru samt bara orð á flugi.
Fráfarandi orkumálaráðherra náði vissulega að brjóta sársaukafulla kyrrstöðu í orkuöflun en betur má ef duga skal. Ef sá sem er núna orkumálaráðherra gerir enn betur er Íslendingum borgið, og fá borgað. Rafmagns- og hitaveitureikningar geta hjaðnað og iðnaður dregið andann.
Það er ekki oft að íslensk stjórnmál koma mér á óvart en ef Jóhann Páll Jóhannsson stuðlar að frekari orkuöflun á Íslandi þá þigg ég þann kinnhest með glöðu geði.
Kannski er of snemmt að fagna en fráfarandi orkumálaráðherra hefur örugglega ekki sungið sitt síðasta og heldur vonandi nýja ráðherranum við efnið. Það heitir virk stjórnarandstaða og er eitthvað sem hefur sjaldan verið mikilvægara á Alþingi.
Um leið mætti segja að það er sama hvaðan gott kemur.
Og ég bíð spenntur eftir mínum kinnhesti.
![]() |
Munu stíga stærri skref en Guðlaugur hafði kynnt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
En þessi yfirlýsing frá Jóhanni um að þörf sé á að bílaleigubílar taki meira þátt í orkuskiptum veldur áhyggjum. Eiga menn ekki að staldra aðeins við í þessum orkuskiptum. Margt bendir til að vetnið sé að ná yfirhöndinni.
jósef Ásmundsson (IP-tala skráð) 15.1.2025 kl. 10:18
Jósef,
Þessi orkuskipti, þar sem verksmiðjur þurfa að skipta á ófáanlegri raforku og nýta þess í stað olíu, eru auðvitað komin út í skurð. Það þarf að virkja meira, ekki bara færa orkuna til.
Vetnið get ég svo nefnt er alls ekki að ná yfirhöndinni og mun sennilega aldrei nema ef einhverjar staðbundnar aðstæður bjóði upp á annað. Framundan eru áratugir af olíu og gasi nema þar sem kjarnorka leysir slíka orkugjafa af eða - sem sagt - þar sem staðbundnar aðstæður bjóða upp á annað (t.d. Ísland).
Geir Ágústsson, 15.1.2025 kl. 11:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.