Mánudagur, 13. janúar 2025
Glerhjúpar að springa
Ég ætlaði varla að trúa eigin augum þegar ég las leiðara Morgunblaðsins í morgun. Hann fjallar um viðkvæmt mál sem mörgum finnst erfitt að ræða. Hættan er sú að vera kallaður fordómafullur kynþáttahatari við það eitt að lýsa málinu og án þess að fella neina dóma.
Málið snýr að gengjum raðnauðgara af pakistönskum uppruna í Norður-Englandi sem tæla til sín hvítar stelpur niður í barnsaldur, og nauðga þeim. Fyrir þá sem vilja smáatriðin og sögu þessa máls get ég bent á þessa góðu umfjöllun The Epoch Times.
Mál pakistönsku barnanauðgaranna er ekki nýtt og hefur raunar verið að væflast um í bresku réttarkerfi í fjöldamörg ár. Eitthvað illa hefur gengið að stöðva þá því menn óttast að vera kallaðir kynþáttahatarar með því að segja hlutina eins og þeir eru og gera svo eitthvað í því. Fjölmiðlar eins og BBC hafa talað um asísku nauðgarana til að afvegaleiða lesendur sína og búa til hugrenningatengsl við Kína og Víetnam frekar en Pakistan. Leiðari Morgunblaðsins stendur ekki í slíkum feluleikjum, sem er fagnaðarefni.
Núna er þessi glerhjúpur að mölbrotna. Hlýtur þá að styttast í að menn stöðvi þessa ógeðfelldu hefð sumra karlmanna af pakistönskum uppruna í Norður-Englandi. Vonandi!
Ég velti því svo fyrir mér hvort fleiri glerhjúpar byrji ekki bráðum að springa. Af nægu er að taka. Sem dæmi má nefna Pfizer-skjölin sem sýna svart á hvítu að Pfizer vissi strax í fyrstu prófunum sínum á veirusprautunum að þær lama, skemma hjartað, valda ófrjósemi og fósturlátum, búa til blóðtappa og skemma taugakerfið, svo eitthvað sé nefnt, fyrir utan að geta verið beinlínis banvænar. Smávegis talnaleikfimi var nóg til að blekkja yfirvöld (og fjölmiðla, auðvitað) og almenningur situr eftir stórskaddaður. Má ekki skrifa fréttir upp úr því?
Hvað með kostnaðarsamar aðgerðir gegn loftslagsaðgerðum? Hérna geta menn verið sammála því eða ósammála að mannkynið sé að breyta hitastigi loftshjúpsins - spurningin er óháð því hversu miklar auðlindir eigi að brenna upp í mótvægisaðgerðum. Þarf að taka bílinn af venjulegu fólki, og kjötið? Er betra kaupa flugnanet og malaríulyf fyrir fátæka Afríkubúa en að niðurgreiða vestræna verksmiðju sem vill fanga og farga koltvísýringi sínum? Forgangsraða, með öðrum orðum. Blaðamenn mættu alveg bjóða sig í þetta mál og skapa frekari umræðugrundvöll - á stóra sviðinu.
Hvernig væri að ræða sjálfseyðingu hins kristna, vestræna heims? Eftir einn mannsaldur verða Íslendingar orðnir að minnihluta í eigin landi. Á það að gerast? Er það að gerast viljandi eða óvart? Munu barnabörn okkar kunna íslensku eða tókst á einum mannsaldri að útrýma heilu tungumáli? Það væri alveg sjálfsagt að fá opinskáa umræðu um þetta, hvort sem menn vilja varðveita íslenska menningu og íslenska tungu eða ekki.
Ef leiðarahöfundar þora núna loksins að taka á óþægilegum málum þá er von á góðu. Ég hlakka til! Eða er það of snemmt?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já Geir, ekki laust við að ég hlakki til með þér. Og ekki væri minna fjör að hleypa aftur að þeim vísindamönnum sem voru teknir út af sakramenti hjá fjölmiðlunum vegna þrýstings frá ýmsum þrýstihópum. Sat mjög áhugavert málþing Krossgatna núna á laugardag (https://krossgotur.is/vidburdur-framtid-frettamennsku/)þar sem hreyft var við ýmisum málum af þessum toga. Það var vakin athygli á fundinum á því samt hversu sorglega fáir blaðamenn létu sér fundinn varða. Sjálfsagt voru þeir uppteknir við að eyða minnisblöðum sem bendluðu þá við afvegaleiðandi hugrenningatengsl ...
Ragnar Kristján Gestsson, 13.1.2025 kl. 14:15
Tveir helstu vók flokkarnir voru þurkaðir út af þingi, framsókn var rassskelt eftir vókbull formannsins, samfó hefur verulega dregið úr vók-ismanum eftir forystuskipti.
Er von? Já ég held að þjóðin hafi ákveðið að láta ekki skipta sér út fyrir einhverja aðra.
Bjarni (IP-tala skráð) 13.1.2025 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning