Sunnudagur, 12. janúar 2025
Næmari ónæmiskerfi í boði stjórnvalda
Á það hefur verið bent að á meðan COVID-19 stóð sem hæst hafi nánast enginn greinst með inflúensu. Menn hafa boðið upp á allskyns skýringar á því, svo sem að sóttvarnaraðgerðir hafi virkað í tilviki flensunnar (ferðatakmarkanir, grímur og slíkt) þótt þær hafi ekki gert mikið fyrir COVID-19 og að veirur hafi átt erfiðar með að ferðast á milli landa. Bull, auðvitað, því á endanum verða allir útsettir fyrir veirunni, og sprauturnar gerðu ekkert gagn, en eitthvað þurfa menn að segja.
Þegar sóttvarnartakmörkunum sleppti hafi flensan hins vegar fært sig upp á skaftið. Hvernig stendur á því? Jú, segja sérfræðingar, sóttvarnartakmarkanir hafi veikt ónæmiskerfi fólks og það því orðið næmara fyrir flensunni.
Sem er sennilega rétt. Ef sóttvarnartakmarkanir gerðu eitthvað þá gerðu þær það: Veiktu ónæmiskerfi fólks. Ónæmiskerfið datt úr þeirri stanslausu þjálfun sem það er alltaf í til að takast á við hinar óendanlega mörgu veirur sem sveima í sífellu í kringum okkur og stökkbreytast í leiðinni sem þýðir að við þurfum að takast á við þær til að uppfæra ónæmisviðbrögðin.
Og það er einn af stóru lærdómum veirutíma: Með því að einangra fólk og taka samfélagið úr sambandi er í raun verið að drepa okkur hægt með því að draga úr þjálfun og getu ónæmiskerfisins.
Um leið lærdómur sem hið opinbera neitar að læra. Engin rannsókn skal gerð á veirutímum, ákvörðunum þeirra tíma og afleiðingunum sem munu hrella fjölda fólks það sem eftir er ævi þess.
Megi embætti landlæknis og sóttvarnalæknis rata á sparnaðarlista ríkisstjórnarinnar. Megi um leið afnema þann flöskuháls sem embættið er í útgáfu á leyfum sem eru oft bara einhver óþarfi.
Íslendingar ekki duglegir að fara í inflúensubólusetningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning