Fimmtudagur, 9. janúar 2025
Kolefnisgjald
Hvað á illa rekið ríkisvald að gera þegar því vantar peninga?
Getur það hækkað skatta sem nú þegar eru í hæstu hæðum? Nei.
Getur það lagt skatta á fleiri vörur og tegundir þjónustu þegar allt er nú þegar skattlagt í rjáfur? Nei.
Það sem ríkisvaldið getur gert er að búa til ímyndað vandamál og síðan skattlagt það í von um að það hverfi. Eða nei, í von um að það haldi áfram að vera til staðar og vera skattstofn.
Dæmi:
Losun íslensks almennings á koltvísýringi í andrúmsloftið er að hafa skaðleg áhrif á loftslag Jarðar.
Lausn: Skattleggja þessa losun frá almenningi.
Það er ekki eins og menn geti allt í einu hætt að keyra bíl eða hafi efni á skammlífum og rándýrum rafmagnsbíl sem að auki drífur ekki nógu langt. Losunin heldur því áfram að skattarnir streyma inn.
Og hvað er svo hið furðulegasta í þessu? Það er ekki að ríkisvaldið hafi fundið upp á nýrri tegund skattheimtu til að moka ofan í hítina eða að sá skattur fari nú sífellt hækkandi. Nei, það er andvaraleysi almennings sem lætur bjóða sér þessa þvælu. Enn einn skatturinn sem breytir engu fyrir loftslagið en klípur enn stærri bita af launafé almennings.
Ekkert að sjá hér, kæri skattgreiðandi! Kolefnisgjaldið er jú ekki gjald heldur gjöf!
Dýr er dropinn og 53% fara til ríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vændiskonur undir lögaldri eru ekki ókeypis.
Ásgrímur Hartmannsson, 9.1.2025 kl. 16:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning